Fleiri fréttir

Hljóp í sig lífsþrótt og gleði

„Í fyrstu hugsaði ég bara um að verða grönn og fyrstu vikurnar hrundu af mér kílóin,“ segir Eva Margrét Einarsdóttir, sem hefur grennst um 30 kíló

Skuldir Hafnarfjarðarbæjar hafa margfaldast

Skuldir Hafnarfjarðarbæjar hafa aukist um 200% á sex árum og bæjarfélagið er orðið eitt það skuldsettasta á landinu. Þetta segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksinns í Hafnarfirði.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fjárhagsáætlun

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 og þriggja ára áætlun á fundi sínum sem lauk undir kvöld. Áætlunin var undirbúin í samstarfi Samfylkingarinnar og VG, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu að taka ekki þátt í þeirri vinnu. Áætlunin var samþykkt með 8 atkvæðum en þrír sátu hjá.

Misþyrmdi 13 ára gamalli stjúpdóttur

Karlmaður á fimmtugsaldri í danska bænum Mou er grunaður um að hafa misþyrmt 13 ára gamalli stjúpdóttur sinni, lamið hana, reynt að drekkja henni og þvinga hana inn i hundabúr. Málið var til meðferðar í dönskum dómstólum í dag. Þar báru ættingjar stúlkunnar vitni um ofbeldi mannsins.

Hafa áhyggjur af yfirlýsingum heilbrigðisráðherra

Sóknarnefnd og sóknarprestur Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði segjast undrast og hafa áhyggjur vegna tilkynningar heilbrigðisráðherra um fyrirhugaða lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í kvöld.

Fordæma máttlítil viðbrögð við árásum Breta á Íslendinga

Raddir fólksins fordæma máttlítil og ómarkviss viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við leifturárás Breta á landsmenn. Nýta eigi einn kost af þremur í lögsókn á hendur breskum stjórnvöldum og ádráttur sé gefinn um mögulega kæru til Mannréttindadómstólsins. Þetta segir í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.

Fjandsamleg yfirtaka í Framsóknarflokknum

Hópur framsóknarmanna sem sótti fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gærkvöldi segist hafa orðið vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu. Efni fundarins var val á fulltrúum þess á flokksþing Framsóknarflokksins síðar í mánuðinum.

Slökkvilið kallað að Þinghólsbraut

Slökkviliðið var kallað að Þinghólsbraut í Kópavogi á sjötta tímanum í kvöld þegar að pottur gleymdist á eldavélarhellu. Mikinn reyk lagði um íbúðina en enginn eldur kom upp að sögn slökkviliðsins. Engan sakaði, en íbúðin var reykræst.

Fer huldu höfði til að forðast fósturforeldra

Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu.

Bjarni Harðar farinn úr Framsóknarflokknum

Bjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum og útilokar ekki nýtt framboð verði boðað til þingkosninga á árinu. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu.

Efast um ávinning af fyrirhugaðri sameiningu

Starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga efast um fjárhagslegan ávinning af fyrirhugaðri sameiningu sjúkrastofnana á Norðurlandi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á starfsmannafundi í dag. Ályktunin fer hér eftir:

Sigmundur smalaði ekki á átakafund

,,Það var búið að vara mig við því að það væri von á átökum á þessum Reykjavíkurfundi en ég átti ekki von á því að þetta gengi svona fyrir sig. Ég hefði haldið að í hátt í 100 ára gömlum flokki væri ekki svona mikil óvissa um hvernig hlutirnir færu fram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, um mikinn hitafund Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa staðið á bak við eða tengjast smölun á fundinn.

Eygló gefur kost á sér sem ritari

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari flokksins. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið um miðjan janúar og þar verður ný forysta kjörin. Sæunn Stefánsdóttir, núverandi ritari flokksins og Gunnar Bragi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður úr Skagafirði, hafa áður lýst yfir framboði í embættið.

Viðurkennt að árásarmaður í Mumbai sé Pakistani

Pakistönsk yfirvöld hafa viðurkennt að Mohammed Ajmal Kasab, eini árásarmaðurinn sem lifði af árásirnar á Mumbai í nóvember, hafi tengsl við Pakistan. Fjölmiðlar höfðu áður haft það eftir ónafngreindum embættismönnum að Kasab, sem er í haldi í Indlandi, væri pakistanskur ríkisborgari.

Lamdi getnaðarlim sínum framan í tólf ára dreng

Þrír piltar voru í dag fundnir sekir af í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára gömlum dreng. Dómari frestaði refsingu í málinu en dæmdi piltana til þess að greiða drengnum 100 þúsund krónur í bætur. Atvikið varð með þeim hætti að drengurinn var að koma af æfingu í íþróttahúsi í bæjarfélagi á Suðurlandi í janúar á síðasta ári þegar piltarnir, sem þá voru fimmtán ára gamlir, réðust að honum. Tveir þeirra héldu drengnum á meðan sá þriðji leysti niður um sig buxurnar og sló getnaðarlim sínum ítrekað í andlit og hendur drengsins.

Leit hætt á norska skíðasvæðinu

Leit hefur verið hætt á Horgaletten skíðasvæðinu í Noregi þar sem stórt snjóflóð féll í dag. Enginn er talin hafa orðið fyrir flóðinu.

Stórt snjóflóð á norsku skíðasvæði

Stórt snjóflóð féll í dag á Horgaletten skíðasvæðinu nærri norska bænum Voss. Lögregla óttast að fjöldi manns kunni að hafa orðið fyrir flóðinu.

Harkaleg átök í Framsóknarflokknum

,,Það er ekkert óeðlilegt við það að nýir menn gangi í flokkinn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson og sjálfsagt að þeim fylgi eitthvað fólk. Ég geri til að mynda fastlega ráð fyrir að fjölskylda og vinir fylgi Sigmundi en þetta var auðvitað öðruvísi gjörningur," segir Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður.

Ráðherra kynnir breytingar í heilbrigðisþjónustunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að gera umtalsverðar breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á næstunni og voru þær breytingar kynntar á fundi nú klukkan tvö.

St. Jósefsspítali lagður niður

St. Jósefsspítali verður lagður niður og megnið af starfsemi hans flutt til Keflavíkur. Meltingarsjúkdómadeild verður flutt á Landsspítala. Starfsmönnum var tilkynnt þetta á fundi fyrr í dag.

Kveikt í jólatré á Háaleitisbraut

Slökkvilið og sjúkralið voru kölluð að Háaleitisbraut þar sem tilkynnt var um eld og gaf tilkynningin til kynna að um mikinn eld væri að ræða. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom hins vegar í ljós að kveikt hafði verið í jólatré utandyra og áttu slökkviliðsmenn ekki í vandræðum með að ráða niðurlögum eldsins.

Mótmælt við Landsbankann í Austurstræti

Um það bil fimmtíu til sextíu manns mótmæla nú við Landsbankann í Austurstræti. Fólkið krefst þess að þær Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Landsbankans og Birna Einarsdóttir bankastjóri Glitnis víkji. Þá hrópa mótmælendur slagorð á borð við: „Engar afskriftir!“ Í gjörningi sem skipulagður hafði verið af mótmælendunum var kona í gervi Elínar borin út úr bankanum.

Risastóran búrhval rak á land

40 tonna búrhval rak á land á Borgarhafnarfjöru þann 29. desember síðastliðinn. Hvalurinn er um 14 metra langur og mögulega stærsti búrhvalur sem rekið hefur á land á Íslandi svo vitað sé. Laufey Guðmundsdóttir bóndi á Lækjarhúsum tók meðfylgjandi mynd af ferlíkinu sem er engin smásmíði eins og sjá má.

St. Jósefsspítali lagður niður í núverandi mynd

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir að áætlanir geri ráð fyrir að á St. Jósefsspítala verði rekin öldrunarþjónusta og starfsemi hans flutt á Landsspítalann og til Keflavíkur þar sem aðstæður eru betri. Orðrómur hefur verið uppi um að að breyta eigi spítalanum í núverandi mynd í öldrunarstofnun. Á spítalanum eru framkvæmdar á ári hverju fjöldi skurðaðgerða og eru hátt í 1000 manns á biðlista eftir að komast að á spítalanum.

Sáttatillaga frá Egyptum skoðuð

Ísraelar og Hamas samtökin eru nú að skoða tillögu frá Egyptum um vopnahlé á Gaza ströndinni. Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa þegar lýst stuðningi við tillöguna.

Ekkert ákveðið um yfirtöku á myntkörfulánum

Til greina kemur að íbúðalánasjóður yfirtaki erlend íbúðalán á því gengi sem var í gildi þegar þau voru tekin. Þessi lausn er nú í skoðun hjá félagsmálaráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum.

Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti

Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins.

Meirihluti styður einhliða upptöku gjaldmiðils í stað krónu

Meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi einhliða upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils í stað krónu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugamenn um stjórn peningamála. 56,4% sögðust hlynntir einhliða upptöku alþjóðlegrar myntar, 21,6% andvígir en 22% sögðu hvorki né.

Umtalsverðar breytingar á heilbrigðisþjónstunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni í landinu á fundi með blaðamönnum í dag. Ráðgert er að sjúkrastofanir verði sameinaðar og aðrar jafnvel lagðar niður. Starfsmenn St. Jósefsspítala og Sólvangurs fordæmdu í gær vinnubrögð ráðherra en orðrómur er uppi um að að breyta eigi spítalanum í öldrunarstofnun.

Fordæmir innrás Ísraelshers

Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fordæmir innrás Ísraelshers á Gazasvæðið. Í ályktun stjórnarinnar segir að loftárásir og innrás hersins bitni helst á íbúum svæðisins sem þegar búa við kröpp kjör. Ekkert réttlæti ofbeldi gegn saklausum borgurum.

Breska vísindamenn bráðvantar heila

Ætlirðu þér ekki að nota heilann mikið eftir dauðann yrðu vísindamenn við King´s College í London ákaflega þakklátir fyrir að fá að nota hann.

Fyrsta mannskæða gulusóttin síðan 1966 í Argentínu

Fyrstu mannskæðu gulusóttartilfellin síðan 1966 eru komin upp í Argentínu og er nú unnið hörðum höndum að því að bólusetja á aðra milljón manna sem búa á svæði nálægt landamærum Brasilíu og talið er að séu berskjaldaðir gagnvart sjúkdómnum.

Rændi fyrrum eiginmann sinn

Lögregla á Vestur-Jótlandi í Danmörku handtók í gærkvöldi par sem eftirlýst var fyrir rán. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem varð fyrir barðinu á ræningjunum en þau réðust að honum í heimahúsi og tóku hann með sér að næsta hraðbanka þar sem þau neyddu hann til að taka út andvirði rúmlega 20.000 íslenskra króna og afhenda parinu.

Segja árásir á Gaza gjöf frá Obama

Næstráðandi Osama bin Ladens innan al-Qaeda-samtakanna, Ayman al-Zawahiri, segir í hljóðrituðu ávarpi, sem flutt var íbúum á Gaza-svæðinu í gær, að árásir Ísraelshers á liðsmenn Hamas-samtakanna séu gjöf frá Barack Obama áður en hann sest á valdastól og honum við hlið standi svikarinn Hosni Mubarak, forseti Egyptalands.

Heimili Bruce Lee verður ferðamannastaður

Yfirvöld í Hong Kong samþykktu í gær tillögu auðjöfurs nokkurs sem boðist hefur til að standa straum af kostnaði við að breyta heimili bardagalistastjörnunnar Bruce Lee í ferðamannastað.

Leigubílstjóramorðingi á ferð í Japan

Yfirvöld í Osaka í Japan grunar að þar sé á ferð raðmorðingi sem situr um líf leigubílstjóra. Tveir leigubílstjórar voru skornir á háls og rændir í lok desember og nú á mánudagskvöldið slapp sá þriðji naumlega með stungusár á hálsi eftir að hafa verið rændur, segir japanska dagblaðið Yomiuri Shimbun.

Sjá næstu 50 fréttir