Fjandsamleg yfirtaka í Framsóknarflokknum 7. janúar 2009 18:19 Sæunn Stefánsdóttir er ein þeirra sem segir að framsóknarfélagið hafi verið yfirtekið með fjandsamlegum hætti. Hópur framsóknarmanna sem sótti fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gærkvöldi segist hafa orðið vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu. Efni fundarins var val á fulltrúum þess á flokksþing Framsóknarflokksins síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hópnum en á meðal þeirra sem skrifa undir hana er Sæunn Stefánsdóttir, núverandi ritari Framsóknarflokksins. „Á fundinum urðum við vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu. Hún var gerð með skráningu um 70 nýrra félaga undir lok dags og mættu hinir nýju félagar á fundinn. Með þeim hætti var félagið tekið yfir og tillaga borin fram um nýjan fulltrúalista á flokksþing í stað þess sem stjórn hafði lagt fram. Sá listi var tilraun til að hleypa að öllum sjónarmiðum og því að okkar mati lýðræðislega unnin. Jafnframt var gerð tilraun til að setja fundarstjóra af til að ná tökum á fundinum. Ekki kom fram að yfirtakan byggði á nokkrum málefnalegim grundvelli heldur var tilgangurinn greinilega sá að fá nýjan hóp framsóknarmanna með atkvæðisrétt á flokksþingið sem framundan er," segir í yfirlýsingunni. Hópurinn segist fordæma þau vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð og að hann telji þau í algerri andstöðu við vilja fólks um ný vinnubrögð í stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn nái ekki trausti kjósenda með þessum hætti og fjandsamleg yfirtaka líkt og sú sem hafi átt sér stað í gærkvöldi lýsi andlýðræðislegum vinnubrögðum. Tengdar fréttir Sigmundur smalaði ekki á átakafund ,,Það var búið að vara mig við því að það væri von á átökum á þessum Reykjavíkurfundi en ég átti ekki von á því að þetta gengi svona fyrir sig. Ég hefði haldið að í hátt í 100 ára gömlum flokki væri ekki svona mikil óvissa um hvernig hlutirnir færu fram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, um mikinn hitafund Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa staðið á bak við eða tengjast smölun á fundinn. 7. janúar 2009 16:49 Harkaleg átök í Framsóknarflokknum ,,Það er ekkert óeðlilegt við það að nýir menn gangi í flokkinn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson og sjálfsagt að þeim fylgi eitthvað fólk. Ég geri til að mynda fastlega ráð fyrir að fjölskylda og vinir fylgi Sigmundi en þetta var auðvitað öðruvísi gjörningur," segir Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður. 7. janúar 2009 14:31 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Hópur framsóknarmanna sem sótti fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gærkvöldi segist hafa orðið vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu. Efni fundarins var val á fulltrúum þess á flokksþing Framsóknarflokksins síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hópnum en á meðal þeirra sem skrifa undir hana er Sæunn Stefánsdóttir, núverandi ritari Framsóknarflokksins. „Á fundinum urðum við vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu. Hún var gerð með skráningu um 70 nýrra félaga undir lok dags og mættu hinir nýju félagar á fundinn. Með þeim hætti var félagið tekið yfir og tillaga borin fram um nýjan fulltrúalista á flokksþing í stað þess sem stjórn hafði lagt fram. Sá listi var tilraun til að hleypa að öllum sjónarmiðum og því að okkar mati lýðræðislega unnin. Jafnframt var gerð tilraun til að setja fundarstjóra af til að ná tökum á fundinum. Ekki kom fram að yfirtakan byggði á nokkrum málefnalegim grundvelli heldur var tilgangurinn greinilega sá að fá nýjan hóp framsóknarmanna með atkvæðisrétt á flokksþingið sem framundan er," segir í yfirlýsingunni. Hópurinn segist fordæma þau vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð og að hann telji þau í algerri andstöðu við vilja fólks um ný vinnubrögð í stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn nái ekki trausti kjósenda með þessum hætti og fjandsamleg yfirtaka líkt og sú sem hafi átt sér stað í gærkvöldi lýsi andlýðræðislegum vinnubrögðum.
Tengdar fréttir Sigmundur smalaði ekki á átakafund ,,Það var búið að vara mig við því að það væri von á átökum á þessum Reykjavíkurfundi en ég átti ekki von á því að þetta gengi svona fyrir sig. Ég hefði haldið að í hátt í 100 ára gömlum flokki væri ekki svona mikil óvissa um hvernig hlutirnir færu fram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, um mikinn hitafund Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa staðið á bak við eða tengjast smölun á fundinn. 7. janúar 2009 16:49 Harkaleg átök í Framsóknarflokknum ,,Það er ekkert óeðlilegt við það að nýir menn gangi í flokkinn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson og sjálfsagt að þeim fylgi eitthvað fólk. Ég geri til að mynda fastlega ráð fyrir að fjölskylda og vinir fylgi Sigmundi en þetta var auðvitað öðruvísi gjörningur," segir Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður. 7. janúar 2009 14:31 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Sigmundur smalaði ekki á átakafund ,,Það var búið að vara mig við því að það væri von á átökum á þessum Reykjavíkurfundi en ég átti ekki von á því að þetta gengi svona fyrir sig. Ég hefði haldið að í hátt í 100 ára gömlum flokki væri ekki svona mikil óvissa um hvernig hlutirnir færu fram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, um mikinn hitafund Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Hann segist ekki hafa staðið á bak við eða tengjast smölun á fundinn. 7. janúar 2009 16:49
Harkaleg átök í Framsóknarflokknum ,,Það er ekkert óeðlilegt við það að nýir menn gangi í flokkinn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðmundur Steingrímsson og sjálfsagt að þeim fylgi eitthvað fólk. Ég geri til að mynda fastlega ráð fyrir að fjölskylda og vinir fylgi Sigmundi en þetta var auðvitað öðruvísi gjörningur," segir Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður. 7. janúar 2009 14:31