Innlent

Bjarni Harðar farinn úr Framsóknarflokknum

Bjarni Harðarson.
Bjarni Harðarson.

Bjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum og útilokar ekki nýtt framboð verði boðað til þingkosninga á árinu. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu.

Í viðtali við blaðið segir Bjarni að hópur fólks hafi rætt saman og áhugi sé fyrir að bjóða fram nýjan valkost. „Límið í þeim hópi er sú afstaða okkar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB og að brjóta þurfi á bak aftur hið sterka flokksvald sem er ráðandi í dag," segir Bjarni. Hann segist ekki ætla að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn aftur en eftir brotthvarf Guðna Ágústssonar og með þeirri ESB stefnu sem nú sé ráðandi í Framsókn segist Bjarni ekki eiga samleið með flokknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×