Erlent

Leigubílstjóramorðingi á ferð í Japan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Japanskur leigubíll. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Japanskur leigubíll. Myndin tengist ekki þessari frétt.

Yfirvöld í Osaka í Japan grunar að þar sé á ferð raðmorðingi sem situr um líf leigubílstjóra. Tveir leigubílstjórar voru skornir á háls og rændir í lok desember og nú á mánudagskvöldið slapp sá þriðji naumlega með stungusár á hálsi eftir að hafa verið rændur, segir japanska dagblaðið Yomiuri Shimbun.

Í öllum tilfellum var atlaga gerð að bílstjórunum úr aftursætinu en öryggisskilrúm milli fram og aftursæta eru sjaldgæf í japönskum leigubílum. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavélum nálægt vettvangi síðustu árásarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×