Innlent

Risastóran búrhval rak á land

Hvalurinn er risastór eins og sjá má.
Hvalurinn er risastór eins og sjá má. MYND/Laufey Guðmundsdóttir

40 tonna búrhval rak á land á Borgarhafnarfjöru þann 29. desember síðastliðinn. Hvalurinn er um 14 metra langur og mögulega stærsti búrhvalur sem rekið hefur á land á Íslandi svo vitað sé. Laufey Guðmundsdóttir bóndi á Lækjarhúsum tók meðfylgjandi mynd af ferlíkinu sem er engin smásmíði eins og sjá má.

Laufey segir að þau hjónin hafi tekið eftir dýrinu í flæðarmálinu áður en hann rak á land nokkrum dögum síðar. Hún segir að hræið sé algjörlega óskemmt. „Fyrir fimmtíu árum væri verið að skera hann, en það er ekki gert í dag, segir Laufey sem reiknar með því að hræið verði látið vera og að náttúran sjái um afganginn.

Fleiri myndir af ferlíkinu má sjá á heimasíðunni hornafjordur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×