Fleiri fréttir

Ætlað að auka skilvirkni og gegnsæi

Stjórnskipulag Akraneskaupstaðar tók miklum breytingum um áramót. Margar nefndir voru aflagðar og verkefni þeirra færð undir ný ráð; fjölskylduráð og framkvæmdaráð. Í þeim munu kjörnir fulltrúar sitja, líkt og í bæjarráði sem starfar áfram.

Streita, þunglyndi og kvíði í lögreglu

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu eru stressaðri, þunglyndari og kvíðnari en starfsbræður þeirra á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýbirtum niðurstöðum könnunar sem Ríkislögreglustjóri hefur látið gera á á streitu og líðan lögreglumanna.

Efla eftirlit með glæpagengjum

Þýska lögreglan hyggst efla eftirlit með þýskum nýnasistum og mótorhjólaklúbbnum Vítisenglum. Yfirvöld í þýskalandi hefur miklar áhyggjur af samvinnu þessa hópa.

Mestur hluti íslenskrar atvinnustarfsemi fjármagnaður erlendis

„Ég held að meginhluti alls atvinnurekstrar sé fjármagnaður erlendis," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, um ummæli forstjóra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, sem segja að Glitnir hafi fært veð í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins í hendur erlendra banka síðastliðið sumar.

Breskir lögreglumenn fá 5000 TASER byssur

Framleiðandi svokallaðra TASER byssa, eða rafbyssa sem lögregla notar sem valdbeitingatæki víða um heim, tilkynnti í gær að bresk stjórnvöld hefðu pantað fimm þúsund byssur af fyrirtækinu

Guðmundur hyggur á þingsæti

Guðmundur Steingrímsson hyggur á frama í pólitík og ætlar að bjóða sig fram í alþingiskosningum fari svo að það verði kosið í ár. Guðmundur, sem er sonur Steingríms Hermannssonar fyrrverandi forsætisráðherra, gekk í Framsóknarflokkinn í gær. Hann segist ætla að gefa kost á sér í embætti á flokksþingi framsóknarmanna, sem haldið er um miðjan janúar.

Kvótaveð í hendur útlendinga

Glitnir færði veð í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins í hendur erlendra banka síðastliðið sumar. Forstjóri Þorbjarnar í Grindavík segir ráðamenn bankans með þessu hafa svikið skriflegt loforð og því borgi hann nú af lánunum til Deutsche bank. Talið er að kvótaveð að verðmæti á þriðja tug milljarða króna séu þannig komin í hendur útlendinga.

Reykjavíkurborg fer ekki varhluta af efnahagsástandinu

„Fjárhagsáætlunin endurspeglar sameiginlegan vilja allrar borgarstjórnar að standa með borgarbúum við þessar aðstæður. Hún endurspeglar einnig að Reykjavíkurborg fer ekki varhluta af erfiðum efnahagsaðstæðum í íslensku samfélagi og að Reykjavíkurborg mætir

Skóflustunga tekin að stúdentaíbúðuum

Pétur Markan, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, telur að skóflustunga að nýjum Stúdentagörðum við Skógarveg marki upphafið að uppbyggingu á glæsilegum námsmannaíbúðum sem sé ákaflega mikilvægt fyrir stúdenta sem berjast nú í bökkum líkt og aðrir landsmenn.

Fráleitt að borgarbúar fjármagni gæluverkefni

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að megintillaga meirihlutans milli umræðna um fjárhagsáætlun borgarinnar hafi verið að veita aukafjárveitingu til myndastyttugerðar. Hann segir fráleitt að borgarbúar taki á sig skerðingar til að fjármagna pólitísk gæluverkefni.

Enginn bankanna ætlar að kaupa veiðileyfi

Enginn ríkisbankanna þriggja ætla að kaupa veiðileyfi fyrir næsta sumar. Þeir hafa nú allir svarað fyrirspurn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar um fyrirhuguð kaup á veiðileyfum.

Krefst þess að heilbrigðisnefnd komi saman

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að heilbrigðisnefnd Alþingis komi saman og ræði fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á starfsemi sjúkrastofnanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hyggst kynna breytingarnar fundi með blaðamönnum á morgun.

Borgarstjórn fundar um fjárhagsáætlun

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 hófst klukkan 14 í dag og er búist við að fundur borgarstjórnar standi fram á kvöld. Samkvæmt drögum sem lögð voru fyrir borgarstjórn 22. desember er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatta, lóðarleigu og holræsagjalds verði ekki hækkuð. Hagrætt verður í stjórnsýslu borgarinnar og laun borgarfulltrúa og æðstu stjórnenda lækka um 10%.

Þrettándabrenna í Vesturbænum

Í dag er þrettándinn og í tilefni að deginum verður haldin barna- og fjölskylduhátíð í Vesturbænum. Dagskrá byrjar við Melaskóla kl. 17:15 með ávarpi formanns hverfisráðs Völu Ingimarsdóttur, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skemmtiatriði verða frá öllum grunnskólunum, Kakósala ungmennaráðs Vesturbæjar og svo verður gengið fylktu liði niður á Ægisíðu þar sem kveikt verður í brennu kl. 18:00.

Skynsamlegt að leita til Mannréttindadómstólsins

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir skynsamlegt að ríkisstjórnin ætli að leita réttar síns gagnvart Bretum fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að höfða ekki mál gegn breska ríkinu en kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstólnum.

Tólf fjölskyldumeðlimir féllu í loftárás Ísraela

Minnst tólf meðlimir sömu fjölskyldu féllu í loftárás Ísraela á heimili þeirra á Gaza ströndinni í nótt að því er AFP fréttastofan greinir frá. Þar af voru sjö börn á aldrinum eins til tólf ára, þrjár konur og tveir karlmenn. Þá lést maður sem átti leið hjá húsinu í árásunum.

Fritzl, sjóræningjar, Obama og Íslendingar vinsælastir á Guardian

Litla Ísland komst í heimsfréttirnar á síðustu mánuðum liðins árs og ekki af góðu. Þegar fréttamenn breska blaðsins Guardian tóku saman mest lesnu fréttir síðasta árs á vefnum kom í ljós að frétt af falli Íslands var áttunda mest lesna erlenda fréttin þar á bæ.

Landsbankinn hyggst heldur ekki kaupa veiðileyfi

Nýi Landsbankinn hefur hvorki fest né keypt veiðileyfi fyrir næsta ár og hyggst ekki gera það. Þetta kemur fram í svari skrifstofu bankastjórnar við fyrirspurn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar.

Samskip áfram með rekstur Grímseyjarferjunnar Sæfara

Samningur Vegagerðarinnar og Samskipa um rekstur Grímseyjarferjunnar Sæfara hefur verið framlengdur til næstu tveggja ára. Landflutningar-Samskip hafa annast rekstur ferjunnar óslitið í rúm 12 ár, eða frá 1. maí 1996.

Krefjast þess að Rússar komi lagi á gasið

Evrópusambandið krefst þess að Rússar komi gasflutningum til Evrópu í samt lag hið fyrsta. Nokkru Evrópuríki segja röskun hafa orðið á gasflutningum þangað eftir að rússneski orkurisinn Gazprom skúrfaði fyrir gas til Úkraínu. Það sé sérlega bagalegt nú þegar kalt sé í veðri í Evrópu.

Ísraelar sakaðir um að beita krabbameinsvaldandi sprengjum

Norskur læknir segir Ísraela beita DIME sprengjum í hernaði sínum á Gaza ströndinni. Sprengjurnar eru með lítinn sprengjuradíus til að valda sem minnstu mannfalli, en valda þó sérlega alvarlegum áverkum. Þær innihalda þungmálma og hafa rannsóknir bent til þess að þær valdi krabbameini hjá þeim sem lifa þær af.

40 prósent fleiri fyrirspurnir

Neytendasamtökunum bárust alls 122.643 erindi og fyrirspurnir á nýliðinu ári sem er um 40% aukning frá árinu 2007. Flestar fyrirspurnirnar voru vegna verðlags og auglýsinga, ferðalaga, fjármálafyrirtækja og raftækja.

Ríkisstjórn vill leita til Mannréttindadómstólsins

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum frá árinu 2001 gegn Landsbankanum á síðasta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem fram fór nú í morgun. Ekki verður höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi.

Átökin magnast á Gaza

Átök Ísraela og Palestínumanna á Gaza hafa magnast síðasta sólahringinn. Þrír ísraelskir hermenn féllu þegar landar þeirra skutu fyrir mistök á þá úr skriðdreka. Þrír Palestínumenn féllu þegar skotið var á skóla Sameinuðu þjóðanna í Gazaborg í morgun. Þar höfðu margir leitað skjóls frá vopnum Ísraela.

Geir segir allt í góðu á stjórnarheimilinu

Forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið sterkt og vísar því á bug að formaður Samfylkingar sé að finna átyllu til að slíta því með ummælum um Evrópusambandið. Mismunandi áherslur um ESB séu ekki nýjar af nálinni.

Nýskráðum ökutækjum fækkaði um 42 prósent

Nýskráningum ökutækja fækkaði um 42 prósent á milli áranna 2008 og 2007. Umferðarstofa hefur tekið saman yfirlit yfir nýskráningar ökutækja og eigendaskipti á tímabilinu.

Jólatrén sótt heim næstu vikuna

Borgarbúum býðst að fá jólatrén sótt heim dagana 7.-14. janúar þegar starfsmenn Framkvæmda- og eignasviðs verða á ferðinni um hverfi borgarinnar. Íbúar eru beðnir að setja jólatré á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki. Fjúkandi jólatré geta valdið skemmdum.

Starfsfólk St. Jósefsspítala fordæmir vinnubrögð ráðherra

Starfsfólk St. Jósefsspítala og Sólvangurs lýsa yfir megnri óánægju og fordæma vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í yfirlýsingu. ,,Við erum að gagnrýna samskiptaleysi og skort á upplýsingum til starfsfólks en óvissan hefur skapað óvissu kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri á skurðdeild spítalans.

Lést í umferðarslysi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt austan við Selfoss í gærmorgun hét Guðjón Ægir Sigurjónsson til heimilis að Hrísholti 4 á Selfossi. Hann var fæddur 4. janúar 1971 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Hálka víða um land

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka og hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á Norðurlandi er víða hálka og éljagangur og sumstaðar snjóþekja og snjókoma. Hálkublettir og éljagangur eru á Holtavörðuheiði. Hálka, snjóþekja og éljagangur er á Austurlandi og á Suðausturlandi er snjóþekja, hálkublettir og éljagangur. Greiðfært er á Suðurlandi.

Árvakur skuldar 4,5 milljarða

Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, skuldar 4,5 milljarða króna og skilaði 900 milljóna króna lakari afkomu á seinasta ári en áætlun gerði upphaflega ráð fyrir. Landsbankinn lánaði Árvakri 900 milljónir króna án veðtrygginga meðan Björgólfur Guðmundsson var ráðandi eigandi bankans og útgáfunnar. Þetta kemur fram í trúnaðargögnum sem DV birtir í dag.

Stúlka lést úr fuglaflensu

Nítján ára stúlka er látin úr fuglaflensu í Peking. Yfirvöld hafa staðfest að flensan er af afbrigðinu H5NI, sem lengi hefur verið óttast að muni valda heimsfaraldri.

Segja 2,5 milljarða gat í fjárhagsáætlun borgarinnar

Sjö milljarða framkvæmdir Reykjavíkurborgar eru í óvissu og tveggja og hálfs milljarða gat er í fjárhagsáætlun borgarinnar, að sögn Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar og Svandísar Svavarsdóttur oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.

Sjö hundruð Afganar mótmæltu Gaza-árásum

Um sjö hundruð manns komu saman á götum Kandahar í Suður-Afganistan í gær til að mótmæla árásum Ísraela á Gaza-svæðinu. Brenndu mótmælendurnir ísraelska fánann og hrópuðu slagorð í gjallarhorn.

Ofbeldisverkunum linnir ekki í Kaupmannahöfn

Tveir menn eru særðir, annar þeirra alvarlega, eftir að óþekktur árásarmaður ruddist inn á veitingastaðinn Bali í Kaupmannahöfn í gærkvöldi, dró upp byssu og skaut fimm skotum að mönnunum.

Japanar biðja viðskiptaguðinn um gott ár

Þúsundir jakkafataklæddra manna söfnuðust saman í Tókýó, höfuðborg Japans, í gær, við helgidóm viðskiptaguðsins Ebisu-Sama, og lögðust á bæn. Þarna var á ferð starfsfólk úr fjármála- og bankageiranum sem bað fyrir góðu viðskiptaári 2009.

Bretar skila kaupleigubílum í hrönnum

Nýlegum glæsivögnum sem falla undir svokallaða kaupleigusamninga er nú skilað unnvörpum um allt Bretland. Ástæðan er að kaupendurnir óttast að við lok samningstímans, þegar kemur að svokallaðri lokagreiðslu, sitji þeir uppi með bíl sem er mun verðminni en nemur lokagreiðslunni

Gömlu ævintýrin allt of blóðug

Sígild ævintýri eru að mati breskra foreldra allt of hrottafengin til að lesa þau fyrir börn auk þess sem þau þykja ekki í takt við pólitíska rétthugsun.

Sviku út rúmar fjórar milljónir gegnum eBay

Hjúkrunarkona og atvinnulaus unnusti hennar eru nú fyrir rétti í Bolton á Englandi ákærð fyrir stórfelld fjársvik með því að hafa boðið hluti til sölu á uppboðsvefnum eBay án þess að láta söluvarninginn af hendi enda var hann aldrei til.

Sjá næstu 50 fréttir