Fer huldu höfði til að forðast fósturforeldra 7. janúar 2009 18:46 Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira