Erlent

Segja árásir á Gaza gjöf frá Obama

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ayman al-Zawahiri.
Ayman al-Zawahiri. MYND/Foxnews

Næstráðandi Osama bin Ladens innan al-Qaeda-samtakanna, Ayman al-Zawahiri, segir í hljóðrituðu ávarpi, sem flutt var íbúum á Gaza-svæðinu í gær, að árásir Ísraelshers á liðsmenn Hamas-samtakanna séu gjöf frá Barack Obama áður en hann sest á valdastól og honum við hlið standi svikarinn Hosni Mubarak, forseti Egyptalands.

Ávarpið var einnig birt á ýmsum heimasíðum múslima og þá með mynd af al-Zawahiri ásamt særðu barni. Ávarpinu lýkur með því að herská samtök múslima eru hvött til þess að ráðast gegn Ísraelsmönnum. Ísraelsmenn ráða nú ráðum sínum um framhald hernaðaraðgerða á Gasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×