Innlent

St. Jósefsspítali lagður niður í núverandi mynd

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis.
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis.

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir að áætlanir geri ráð fyrir að á St. Jósefsspítala verði rekin öldrunarþjónusta og starfsemi hans flutt á Landsspítalann og til Keflavíkur þar sem aðstæður eru betri. Orðrómur hefur verið uppi um að að breyta eigi spítalanum í núverandi mynd í öldrunarstofnun. Á spítalanum eru framkvæmdar á ári hverju fjöldi skurðaðgerða og eru hátt í 1000 manns á biðlista eftir að komast að á spítalanum.

,,Í Keflavík eru glænýjar skurðstofur sem eru mun betri en þær á St. Jósefsspítala en þær eru komnar mjög til ára sinna. Ef að spítalinn ætti að halda starfsemi sinni áfram í óbreyttu formi myndi það þýða verulegar endurbætur sem eru óþarfi út af skurðstofnum í Keflavík," segir Ásta.

Umfangmiklar breytingar á heilbrigðiskerfinu

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir síðar í dag umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu, sem margir óttast að þýði niðurskurð, skerta þjónustu og uppsagnir starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, krafðist þess í gær að heilbrigðisnefnd Alþingis yrði kölluð saman til að ræða fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Hún segir óásættanlegt að breytingarnar hafi ekki verið ræddar á Alþingi.

Segir breytingarnar ekki úr lausu lofti gripnar

,,Það er ekki eins og þetta sé gripið úr lausu lofti. Í heilbrigðisþjónustulögum sem samþykkt voru vorið 2007 er gert ráð fyrir sameiningu heilbrigðisstofnanna og slík sameining hefur til að mynda þegar átt sér stað á Austurlandi," segir Ásta. Í lögunum er kveðið á um ákveðna þjónustu sem eigi að vera á hverju svæði. Jafnframt að tvö sérgreinasjúkrahús séu í landinu, en það eru Landsspítalinn og sjúkrahúsið á Akureyri.

,,Lögin segja skýrt hvernig verkaskiptingin er þannig að það ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart þó ráðherra kynni í dag nánari útfærslu," segir Ásta. Til hafi staðið að gera breytingarnar og aðstæður í efnahagsmálum hafi hraðað þeim.

Heilbrigðisnefnd mun funda með Guðlaugi Þór á föstudaginn. Ásta segir að ekki hafi verið hægt að kalla nefndina fyrr saman.

Óvíst með uppsagnir

Breytingarnar þurfa ekki að þýða uppsagnir og starfsfólki á heilbrigðisstofnunum fækki, að mati Ástu. ,,Það þarf alls ekki að vera. Til að að mynda hefur víða úti á landi skort starfsfólk og oft hafa stofnanir sem haldið hafa úti sérhæfðri þjónustu þurft að kaupa dýru verði sérfræðinga annarsstaðar frá." Ásta telur að fyrirhugaðar breytingar komi til með draga úr slíkum kostnaði.




Tengdar fréttir

Krefst þess að heilbrigðisnefnd komi saman

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að heilbrigðisnefnd Alþingis komi saman og ræði fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á starfsemi sjúkrastofnanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hyggst kynna breytingarnar fundi með blaðamönnum á morgun.

Umtalsverðar breytingar á heilbrigðisþjónstunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni í landinu á fundi með blaðamönnum í dag. Ráðgert er að sjúkrastofanir verði sameinaðar og aðrar jafnvel lagðar niður. Starfsmenn St. Jósefsspítala og Sólvangurs fordæmdu í gær vinnubrögð ráðherra en orðrómur er uppi um að að breyta eigi spítalanum í öldrunarstofnun.

Starfsfólk St. Jósefsspítala fordæmir vinnubrögð ráðherra

Starfsfólk St. Jósefsspítala og Sólvangurs lýsa yfir megnri óánægju og fordæma vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í yfirlýsingu. ,,Við erum að gagnrýna samskiptaleysi og skort á upplýsingum til starfsfólks en óvissan hefur skapað óvissu kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri á skurðdeild spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×