Erlent

Friðarviðræðum framhaldið í Egyptalandi

Sprenging í Rafah. Ísraelar spara ekki sprengikraftinn þótt ráðist sé á þéttbýl íbúðarhverfi. MYND/AP
Sprenging í Rafah. Ísraelar spara ekki sprengikraftinn þótt ráðist sé á þéttbýl íbúðarhverfi. MYND/AP

Rúmlega þúsund Palestínumenn hafa fallið síðan árásir Ísraela á Gaza hófust fyrir rúmum þremur viku.  Þetta segja læknar á svæðinu. Þriðjugur fallinna mun börn. Á sama tíma hafa þrettán Ísraelar fallið. Hart hefur verið barist nærri Gazaborg í dag. Óvíst er þó hvort hermenn halda inn í borgina af ótta við enn meira blóðbað í skotbardögum þar.

Friðarviðræðum er framhaldið í Egyptalandi. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom þangað í dag og ræðir við leiðtoga í Mið-Austurlöndum næstu dag.

Sky fréttastöðin og spænska fréttarstöðin fullyrtu seinnipartinn í dag að Hamas-samtökin væru í grundvallaratriðum búin að samþykja tillögu Egypta um vopnahlé. Fréttastöðvarnir hafa nú borið fréttina að hluta til baka og segja að viðræðurnar ekki komnar þetta langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×