Innlent

350 milljón króna pottur í Víkingalottóinu

Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld aðra vikuna í röð og verður potturinn því þrefaldur næsta miðvikudag. Á vef Íslenskrar getspár segir að fyrsti vinningur verði allt að 350 milljónir. Ef Ofurpotturinn gengur einnig út ætti potturinn að verða um 500 milljónir króna næsta miðvikudag.

Einn var með 5 réttar tölur auk bónustölu, það er hinn hinn íslenska bónusvinning og hlýtur tæplega 1.8 milljón í vinning. Miðinn góði var seldur í Söluturninum við Eiðistorg á Seltjarnarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×