Innlent

Uppsagnir hjá Landhelgisgæslunni

Um tuttugu starfsmönnum Landhelgisgæslunnar verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun þar sem þetta verður tilkynnt formlega en um 160 manns vinna nú hjá Landhelgisgæslunni.

Árni Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri Stéttarfélags í almannaþjónstu, sagði í samtali við Vísi að félaginu hafi verið tilkynnt um málið í dag.

"Fundarefnið virðist vera að það eigi að segja upp 20 til 25 stöðugildum. Meira vitum við ekki," sagði Árni.

Ekki náðist í Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar.

 

 

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×