Olíuleitin á Drekasvæðinu skapar störf 14. janúar 2009 18:54 Olíuleitin sem verið er að bjóða út á Drekasvæðinu mun velta tugum milljarða króna og byrja að skapa störf og vaxandi umsvif á norðausturlandi þegar upp úr næstu áramótum. Össur Skarphéðinsson mætti með sérfræðingasveit til þriggja funda í dag og í kvöld með sveitarstjórnarmönnum og íbúum á Norðausturlandi til að fara yfir skýrslu, sem iðnaðarráðuneytið hefur gert í samvinnu við Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp, um þá þjónustu sem byggja þarf upp vegna væntanlegrar olíuleitar. Össur kveðst vera bjartsýnn á framhaldið. Talið er að rannsóknarboranir geti hafist innan tveggja ára en þær kalla á borskip eða borpalla, með um eitthundrað starfsmönnum. Þá þegar þarf að vera klár heilmikil þjónustuaðstaða í landi. Vopnafjörður er talinn henta best sem birgðahöfn þaðan sem þjónustuskip munu sigla 2-3 ferðir í viku með matvæli, borstangir, sement og fleira. Þórshöfn þykir einnig koma vel til greina. Egilsstaðaflugvöllur talinn kjörinn sem þyrlumiðstöð en koma þarf upp aðstöðu fyrir þrjár þyrlur með byggingu flugskýlis. Þyrlusveitin yrði jafnframt að geta treyst á Þórshafnarflugvöll sem öryggisvöll. ,,Ég geri ráð fyrir að það geti verið tölvuvert að óbeinum störfum ég tala nú ekki um bein störf," segir Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri Vopnafjarðar. Ef olíuleitin gengur að óskum og bjartsýnustu spár norskra sérfræðinga rætast gætu menn staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun innan þriggja ára að hefja stórfellda uppbyggingu. Þá verður Gunnólfsvík staðurinn, í krikanum undir Langanesi. Í Gunnólfsvík segja sérfræðingarnir að sé upplagður staður fyrir stórskipahöfn, landrými nægt fyrir olíuiðnað og dýpið meira segja svo mikið að hingað megi draga inn borpalla til viðgerðar. Núlifandi Íslendingar þekkja ekki annað en að suðvesturhornið hafi stöðugt sogað til sín fólkið úr öðrum landshlutum. Draumur manna hér um slóðir er að þetta snúist við. Olían sjái til þess að fólkið flykkist á norðausturhornið. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Olíuleitin sem verið er að bjóða út á Drekasvæðinu mun velta tugum milljarða króna og byrja að skapa störf og vaxandi umsvif á norðausturlandi þegar upp úr næstu áramótum. Össur Skarphéðinsson mætti með sérfræðingasveit til þriggja funda í dag og í kvöld með sveitarstjórnarmönnum og íbúum á Norðausturlandi til að fara yfir skýrslu, sem iðnaðarráðuneytið hefur gert í samvinnu við Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp, um þá þjónustu sem byggja þarf upp vegna væntanlegrar olíuleitar. Össur kveðst vera bjartsýnn á framhaldið. Talið er að rannsóknarboranir geti hafist innan tveggja ára en þær kalla á borskip eða borpalla, með um eitthundrað starfsmönnum. Þá þegar þarf að vera klár heilmikil þjónustuaðstaða í landi. Vopnafjörður er talinn henta best sem birgðahöfn þaðan sem þjónustuskip munu sigla 2-3 ferðir í viku með matvæli, borstangir, sement og fleira. Þórshöfn þykir einnig koma vel til greina. Egilsstaðaflugvöllur talinn kjörinn sem þyrlumiðstöð en koma þarf upp aðstöðu fyrir þrjár þyrlur með byggingu flugskýlis. Þyrlusveitin yrði jafnframt að geta treyst á Þórshafnarflugvöll sem öryggisvöll. ,,Ég geri ráð fyrir að það geti verið tölvuvert að óbeinum störfum ég tala nú ekki um bein störf," segir Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri Vopnafjarðar. Ef olíuleitin gengur að óskum og bjartsýnustu spár norskra sérfræðinga rætast gætu menn staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun innan þriggja ára að hefja stórfellda uppbyggingu. Þá verður Gunnólfsvík staðurinn, í krikanum undir Langanesi. Í Gunnólfsvík segja sérfræðingarnir að sé upplagður staður fyrir stórskipahöfn, landrými nægt fyrir olíuiðnað og dýpið meira segja svo mikið að hingað megi draga inn borpalla til viðgerðar. Núlifandi Íslendingar þekkja ekki annað en að suðvesturhornið hafi stöðugt sogað til sín fólkið úr öðrum landshlutum. Draumur manna hér um slóðir er að þetta snúist við. Olían sjái til þess að fólkið flykkist á norðausturhornið.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira