Innlent

Vantar 250 undirskriftir til að boða til nýrra álverskosninga

Ekki náðist tilskilinn fjöldi undirskrifta til að hægt verði að boða til nýrra kosninga um stækkun álversins í Straumsvík. Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallaði um málið í morgun.

Hópur íbúa í Hafnarfirði vill að boðað verði til nýrra kosninga um stækkun Álversins í Straumsvík. Stækkunin var felld í íbúakosningum árið 2007.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var afhent áskorun þessa efnis í síðasta mánuði með nöfnum fimm þúsund íbúa. Tæplega 4.600 undirskriftir þarf til að hægt verði að boða til nýrra kosninga.

Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallaði um málið í morgun en í ljós kom að rúmlega 500 undirskriftir reyndust ógildar. Meðal annars þar sem um var að ræða íbúa utan Hafnarfjarðar eða einstaklinga undir lögaldri. Því vantar um 250 undirskriftir til að uppfylla skilyrði um endurkosningu.

Fulltrúar undirskriftarlistans fá þó tíma til að safna þeim undirskriftum sem upp á vantar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×