Erlent

Japanskur blaðamaður greindi frá heimildamanni sínum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bygging japanska hæstaréttarins.
Bygging japanska hæstaréttarins.

Japanskur blaðamaður játaði fyrir rétti í gær að geðlæknir nokkur hefði verið leyndur heimildamaður hans við ritun bókarinnar „Ég ákvað að myrða föður minn" en bókin fjallar um geðveikan pilt sem vistaður er á hæli fyrir afbrotaunglinga eftir að hafa brennt heimili sitt til grunna með þeim afleiðingum að þrennt úr fjölskyldu hans beið bana.

Geðlæknirinn er ákærður í málinu fyrir að rjúfa trúnað við skjólstæðing sinn og hafði reyndar þegar játað brotið þegar blaðamaðurinn lagði sinn vitnisburð fram. Fáheyrt er að blaðamenn komi upp um heimildamenn sína og er að jafnaði ekki hægt að krefja þá slíks nema almannaheill komi til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×