Erlent

Egyptar vilja friðarviðræður í Kuwait

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands.
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. MYND/Ynetnews.com

Egyptar, sem komið hafa fram sem milliliður í deilu Ísraels við hin palestínsku Hamas-samtök, vilja efna til friðarviðræðna í Kuwait á sunnudaginn strax að loknum efnahagsviðræðum arabaríkjanna sem þar fara fram um helgina.

Leiðtogar araba eru hins vegar klofnir í afstöðu sinni og vilja sumir þeirra halda neyðarfund í Katar til að ræða ástandið á Gaza. Bólivía og Venesúela tilkynntu í gær að þau hefðu slitið stjórnmálasambandi við Ísrael vegna árásanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×