Fleiri fréttir Jóhanna á kvöldvakt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra verður staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld og flytur aðalræðu Samfylkingarinnar. 2.10.2008 13:55 Rekstur verslunarmanna orðinn þungur Rekstur verslunarmanna er þungur, enda hafa innfluttar vörur hafa hækkað um 50 prósent frá áramótum. Innganga í ESB virðist eina leiðin út úr ógöngunum, segir talsmaður norðlenskra kaupmanna. 2.10.2008 13:30 Óvæntur starfsmannafundur seðlabankafólks Boðað var til starfsmannafundar í Seðlabanka Íslands í hádeginu. Þar fór Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, yfir Glitnismálið, og dró fram þær opinberu upplýsingar sem til eru um málið. 2.10.2008 13:28 Vél Fossets fundin Björgunarmenn hafa fundið litla eins hreyfils flugvél í fjöllum Austur Kaliforníu sem talin er talin vera vél ævintýramannsins Steve Fossets. Yfirvöld á svæðinu greindu frá þessu í dag en gáfu ekki upp hvort lík Fossets hefði fundist. 2.10.2008 13:27 Lagning Danice hafin Lagning Danice-sæstrengsins hófst á þriðjudag frá landtökustöð í Landeyjum en lagning strengsins hófst frá landtökustöð í Danmörku í byrjun september. 2.10.2008 13:19 Eldur í bíl Slökkviliðið á höfuðborgasvæðinu var kallað til rétt eftir klukkan 13 í dag eftir að upp kom eldur í mannlausum bíl við Vatnagarða. Töluverðan reyk leggur frá bílnum en slökkvilið á ekki í erfiðleikum með að ráða niðurlögum eldsins. 2.10.2008 13:07 Setti sjávarútvegssýningu með hvelli Íslenska sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi var opnuð með hvelli í morgun. 2.10.2008 13:02 Mannfall á trúarhátíð í Írak Sextán manns létu lífið og um sextíu særðust þegar sprengjuárásir voru gerðar á sjíamúslima í Írak í dag. 2.10.2008 12:57 Deildar meiningar um hálkuvarnir Strætisvagn lenti í vandræðum á Akureyri í morgun vegna hálku. Deildar meiningar eru um hvort mengunarvarnir bæjarins gegn svifryki bitni á hálkuvörnum. 2.10.2008 12:55 Tekist hafi að lágmarka tjón sjóðsfélaga í Glitni Forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis telur að tekist hafi að lágmarka það fjárhagslega tjón sem viðskiptavinir urðu fyrir vegna lækkunar á gengi verðbréfasjóða í kjölfar þrenginga bankans. 2.10.2008 12:52 Framvísaði fölsku vegabréfi Pakistani á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þann 11. september síðastliðinn framvísað fölsuðu bresku vegabréfi á Keflavíkurflugvelli. 2.10.2008 12:42 Ríkisstjórnin taki af skarið um samráð Allar forsendur kjarasamninga eru farnar út og suður, segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands. Hann segir verkalýðshreyfinguna tilbúna að leggja sitt af mörkum til að lágmarka skaðann og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki af skarið. 2.10.2008 12:40 „Er Davíð Oddsson ekki hættur í stjórnmálum?“ Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir Davíð Oddsson ekki hafa rætt hugmyndir um þjóðstjórn við sig. Hann segist sjálfur hafa sett fram hugmyndir um þjóðarsátt fyrir ári síðan og muni ekki skorast undan ábyrgð verði leitað til hans með hugmyndina eins og hann setti hana fram. 2.10.2008 12:19 180 óku of hratt um Gullinbrú Hundrað áttatíu og fimm ökumenn mældust á of miklum hraða á Gullinbrú í Reykjavík í gær. 2.10.2008 12:19 Kaupþingsmenn áttu frumkvæði að fundi með Geir Forstjórar Kaupþings áttu frumkvæði að fundi með forsætisráðherra, sem fram fór í gærkvöldi. 2.10.2008 12:16 Hugmyndir Davíðs um þjóðstjórn hafa enga þýðingu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina ekki sitja með hendur í skauti í því erfiða efnahagsástandi sem nú dynur á þjóðinni. Hann segir hugmyndir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um þjóðstjórn hugmyndir manns út í bæ sem ekki hafi þýðingu á hinum pólitíska vettvangi. 2.10.2008 12:03 Skilríki Fosstes fundust í óbyggðum Steve Fossett var vellauðugur ævintýramaður sem setti mörg heimsmet í flugi. Meðal annars flaug hann fyrstur manna á loftbelg umhverfis jörðina. Það var árið 2002. 2.10.2008 11:29 Skaði í efnahagslífinu hefur áhrif á fíkniefnaneytendur Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir það vitað mál að skaði í efnahagslífinu hafi áhrif á vímuefnaneyslu fólks. Hann segir það aðallega vera fíkla og yngsta fólkið sem dragi úr neyslunni þar sem sá hópur hefur úr minni peningum að spila. Hann býst því ekki við aukningu inni á Vogi til lengri tíma litið en óttast aukningu annarra geðrænna vandamála. 2.10.2008 11:14 Enginn tilgangur með þjóðstjórn „Við erum með ríkisstjórn sem er með mjög styrkan þingmeirihluta og ég sé ekki fyrir mér að þjóðstjórn geti skilað einhverju umfram þá stjórn sem situr í dag," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. 2.10.2008 10:33 Hefur ekki rætt hugmyndir um þjóðstjórn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill lítið tjá sig um hugmyndir Davíðs Oddssonar um að hér þurfi að koma á fót þjóðstjórn. Hann segir hugmyndirnar þó undirstrika að ástandið sé alvarlegt og ekki sé skrýtið að svoleiðis komi upp. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því á forsíðu í morgun að Davíð hafi tvisvar viðrað þessa hugmynd sína undanfarið. 2.10.2008 10:27 Eilítil fækkun farþega á Keflavíkurflugvelli Um 745 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu níu mánuðum ársins. 2.10.2008 10:26 Stjórnvöld geta ekki setið með hendur í skauti Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnvöld ekki geta setið með hendur í skauti eins og ástandið í þjóðfélaginu sé nú. Forða verði fjölda fólks frá gjaldþroti sem nú blasi við. 2.10.2008 10:18 Mikill samdráttur í nýskráningum bíla Nýskráningar bíla á fyrstu níu mánuðum ársins reyndust nærri 11.900 og er það nærri þriðjungsfækkun frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. 2.10.2008 10:06 Greiðslukortavelta dregst saman að raunvirði Greiðslukortavelta heimilanna jókst um 4,2 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum Hagvísum Hagstofunnar. 2.10.2008 09:40 Mikill samdráttur í bílasölu í Bandaríkjunum Þótt erfiðleikar bandarískra banka hafi verið áberandi í fréttum undanfarið eru það mun fleiri sem eiga í vök að verjast þar vestra. 2.10.2008 08:15 Farangur í óskilum um alla Evrópu Bilun í tölvukerfi á Heathrow-flugvelli í London hefur leitt til þess að farangur nokkur þúsund farþega hefur ekki skilað sér á leiðarenda. Þetta hefur haft þær afleiðingar að þúsundir farþega um alla Evrópu finna ekki farangur sinn á áfangastað. 2.10.2008 08:12 Tveir óku undir áhrifum efna á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum tók tvo ökumenn úr umferð í nótt þar sem þeir höfðu ekið undir áhrifum fíkniefna. 2.10.2008 08:10 Obama með forystu í fimm lykilríkjum Barack Obama forsetaframbjóðandi hefur sótt í sig veðrið og náð forystu í fimm lykilríkjum sem stjórnmálaskýrendur telja að geti ráðið úrslitum í kosningunum í nóvember. 2.10.2008 07:25 Börn innflytjenda sein í danska skóla Algengt er að börn innflytjenda í Danmörku skili sér seint og illa í skólann að afloknum sumarfríum. Í haust mættu 214 börn ekki fyrstu skóladagana af 13.500 sem sérstaklega var athugað með. 2.10.2008 07:23 Bankabjörgunarfrumvarpið samþykkt í öldungadeild Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi frumvarp stjórnarinnar um 700 milljarða dala fjárveitingu til að bjarga bönkum og fjármálafyrirtækjum úr kröggum. 2.10.2008 07:20 Á annað hundrað handteknir í barnaklámsaðgerð Spænska lögreglan handtók 121 mann og lagði hald á milljónir tölvuskráa í mjög umfangsmiklu barnaklámsmáli sem teygir anga sína alla leið til Brasilíu. 2.10.2008 07:17 Eldsneytishækkun í gær sú mesta til þessa Níu króna hækkun íslensku olíufélaganna á dísilolíu í gær, mun vera mesta eldsneytishækkun hér á landi til þessa. 2.10.2008 07:14 Síldveiðiskipin komin inn í norska lögsögu Síldveiðiskipin, sem eru að veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum eru nú komin inn í norska lögsögu, samkvæmt samningum Íslands og Noregs, en veiðin er sáratreg. 2.10.2008 07:09 Kaupþingsmenn á fundi með Geir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson stjórnarformaður bankans, funduðu í kvöld með Geir H. Haarde í forsætisráðuneytinu. 1.10.2008 23:00 Samkomulag lækna hljómar ekki sérstakt ,,Ég á eftir að sjá smáa letrið en þetta hljómar ekki beisið," sagði Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Félags ungra lækna í samtali við Vísi um nýjan kjarasamning Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins. 1.10.2008 22:15 Telur líklegt að ríkisstjórnin hrökklist frá - Vill nýjar kosningar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur allt eins líklegt að ríkisstjórnin hrökklist frá völdum vegna ástandsins í efnahagsmálum. ,,Ég býst því að stjórnin hrökklist frá eða hún taki sig saman í andlitinu og móti sér einhverju stefnu til framtíðar." 1.10.2008 21:30 Ríkið stakk undan Glitni - Agnes og Sigurður G. skiptust á skoðunum Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur og stjórnarmaður í Glitni, voru gestir Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag fyrr í kvöld. 1.10.2008 20:15 Læknar hafa náð samkomulagi við ríkið Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að samkomulagi um nýjan kjarasamning síðdegis í dag. Skrifað var undir nýjan samning hjá ríkissáttasemjara fyrr í kvöld. 1.10.2008 20:33 Orð Geirs eru brandari Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, frá því í vor að botninum væri náð í efnahagskreppunni hljómi eins og brandari í dag. 1.10.2008 20:30 Vilja stofna Efnahagsstofnun Vinstri grænir vilja að stofnuð verði Efnahagsstofnun og mun þingflokkur flokksins leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi. 1.10.2008 20:00 Á annað hundrað fóru of hratt um Gullinbrú Brot 185 ökumanna voru mynduð á Gullinbrú í Grafarvogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gullinbrú í norðurátt. 1.10.2008 20:00 Illskárri kostur að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir illskárri kost að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn, en að þeir afpláni fullan dóm því þá sé útilokað að fylgjast með þeim eða skikka í meðferð. 1.10.2008 19:30 Haft í hótunum við starfsfólk Glitnis Viðskiptavinir Glitnis höfðu í hótunum við starfsmenn í útibúum bankans í dag. Flestir sýndu þó stillingu, en fjöldi fólks hreyfði innistæður sínar í sjóðum og á reikningum. 1.10.2008 19:00 Reyna að koma í veg fyrir þjóðnýtingu Forsvarsmenn Glitnis reyna nú allt hvað þeir geta til að komast hjá þjóðnýtingu bankans. Hluthafafundur verður í næstu viku. Stjórnarmaður í Glitni segir að Seðlabankinn geti ekki einn staðið fyrir þessari aðgerð heldur þurfi allt fjármálalífið að koma að því að finna lausn fyrir íslenskt efnahagslíf. 1.10.2008 18:31 Davíð þyrfti að verða 202 sentímetra hár. Lengja þyrfti Davíð Oddsson um 24 sentímetra ef hæð hans ætti að samsvara gengisvísitölu krónunnar í dag. Fyrir tveimur vikum jafngilti vísitalan hæð seðlabankastjórans í sentímetrum. 1.10.2008 18:58 Sjá næstu 50 fréttir
Jóhanna á kvöldvakt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra verður staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld og flytur aðalræðu Samfylkingarinnar. 2.10.2008 13:55
Rekstur verslunarmanna orðinn þungur Rekstur verslunarmanna er þungur, enda hafa innfluttar vörur hafa hækkað um 50 prósent frá áramótum. Innganga í ESB virðist eina leiðin út úr ógöngunum, segir talsmaður norðlenskra kaupmanna. 2.10.2008 13:30
Óvæntur starfsmannafundur seðlabankafólks Boðað var til starfsmannafundar í Seðlabanka Íslands í hádeginu. Þar fór Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, yfir Glitnismálið, og dró fram þær opinberu upplýsingar sem til eru um málið. 2.10.2008 13:28
Vél Fossets fundin Björgunarmenn hafa fundið litla eins hreyfils flugvél í fjöllum Austur Kaliforníu sem talin er talin vera vél ævintýramannsins Steve Fossets. Yfirvöld á svæðinu greindu frá þessu í dag en gáfu ekki upp hvort lík Fossets hefði fundist. 2.10.2008 13:27
Lagning Danice hafin Lagning Danice-sæstrengsins hófst á þriðjudag frá landtökustöð í Landeyjum en lagning strengsins hófst frá landtökustöð í Danmörku í byrjun september. 2.10.2008 13:19
Eldur í bíl Slökkviliðið á höfuðborgasvæðinu var kallað til rétt eftir klukkan 13 í dag eftir að upp kom eldur í mannlausum bíl við Vatnagarða. Töluverðan reyk leggur frá bílnum en slökkvilið á ekki í erfiðleikum með að ráða niðurlögum eldsins. 2.10.2008 13:07
Setti sjávarútvegssýningu með hvelli Íslenska sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi var opnuð með hvelli í morgun. 2.10.2008 13:02
Mannfall á trúarhátíð í Írak Sextán manns létu lífið og um sextíu særðust þegar sprengjuárásir voru gerðar á sjíamúslima í Írak í dag. 2.10.2008 12:57
Deildar meiningar um hálkuvarnir Strætisvagn lenti í vandræðum á Akureyri í morgun vegna hálku. Deildar meiningar eru um hvort mengunarvarnir bæjarins gegn svifryki bitni á hálkuvörnum. 2.10.2008 12:55
Tekist hafi að lágmarka tjón sjóðsfélaga í Glitni Forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis telur að tekist hafi að lágmarka það fjárhagslega tjón sem viðskiptavinir urðu fyrir vegna lækkunar á gengi verðbréfasjóða í kjölfar þrenginga bankans. 2.10.2008 12:52
Framvísaði fölsku vegabréfi Pakistani á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þann 11. september síðastliðinn framvísað fölsuðu bresku vegabréfi á Keflavíkurflugvelli. 2.10.2008 12:42
Ríkisstjórnin taki af skarið um samráð Allar forsendur kjarasamninga eru farnar út og suður, segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands. Hann segir verkalýðshreyfinguna tilbúna að leggja sitt af mörkum til að lágmarka skaðann og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki af skarið. 2.10.2008 12:40
„Er Davíð Oddsson ekki hættur í stjórnmálum?“ Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir Davíð Oddsson ekki hafa rætt hugmyndir um þjóðstjórn við sig. Hann segist sjálfur hafa sett fram hugmyndir um þjóðarsátt fyrir ári síðan og muni ekki skorast undan ábyrgð verði leitað til hans með hugmyndina eins og hann setti hana fram. 2.10.2008 12:19
180 óku of hratt um Gullinbrú Hundrað áttatíu og fimm ökumenn mældust á of miklum hraða á Gullinbrú í Reykjavík í gær. 2.10.2008 12:19
Kaupþingsmenn áttu frumkvæði að fundi með Geir Forstjórar Kaupþings áttu frumkvæði að fundi með forsætisráðherra, sem fram fór í gærkvöldi. 2.10.2008 12:16
Hugmyndir Davíðs um þjóðstjórn hafa enga þýðingu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina ekki sitja með hendur í skauti í því erfiða efnahagsástandi sem nú dynur á þjóðinni. Hann segir hugmyndir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um þjóðstjórn hugmyndir manns út í bæ sem ekki hafi þýðingu á hinum pólitíska vettvangi. 2.10.2008 12:03
Skilríki Fosstes fundust í óbyggðum Steve Fossett var vellauðugur ævintýramaður sem setti mörg heimsmet í flugi. Meðal annars flaug hann fyrstur manna á loftbelg umhverfis jörðina. Það var árið 2002. 2.10.2008 11:29
Skaði í efnahagslífinu hefur áhrif á fíkniefnaneytendur Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir það vitað mál að skaði í efnahagslífinu hafi áhrif á vímuefnaneyslu fólks. Hann segir það aðallega vera fíkla og yngsta fólkið sem dragi úr neyslunni þar sem sá hópur hefur úr minni peningum að spila. Hann býst því ekki við aukningu inni á Vogi til lengri tíma litið en óttast aukningu annarra geðrænna vandamála. 2.10.2008 11:14
Enginn tilgangur með þjóðstjórn „Við erum með ríkisstjórn sem er með mjög styrkan þingmeirihluta og ég sé ekki fyrir mér að þjóðstjórn geti skilað einhverju umfram þá stjórn sem situr í dag," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. 2.10.2008 10:33
Hefur ekki rætt hugmyndir um þjóðstjórn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill lítið tjá sig um hugmyndir Davíðs Oddssonar um að hér þurfi að koma á fót þjóðstjórn. Hann segir hugmyndirnar þó undirstrika að ástandið sé alvarlegt og ekki sé skrýtið að svoleiðis komi upp. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því á forsíðu í morgun að Davíð hafi tvisvar viðrað þessa hugmynd sína undanfarið. 2.10.2008 10:27
Eilítil fækkun farþega á Keflavíkurflugvelli Um 745 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu níu mánuðum ársins. 2.10.2008 10:26
Stjórnvöld geta ekki setið með hendur í skauti Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnvöld ekki geta setið með hendur í skauti eins og ástandið í þjóðfélaginu sé nú. Forða verði fjölda fólks frá gjaldþroti sem nú blasi við. 2.10.2008 10:18
Mikill samdráttur í nýskráningum bíla Nýskráningar bíla á fyrstu níu mánuðum ársins reyndust nærri 11.900 og er það nærri þriðjungsfækkun frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. 2.10.2008 10:06
Greiðslukortavelta dregst saman að raunvirði Greiðslukortavelta heimilanna jókst um 4,2 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum Hagvísum Hagstofunnar. 2.10.2008 09:40
Mikill samdráttur í bílasölu í Bandaríkjunum Þótt erfiðleikar bandarískra banka hafi verið áberandi í fréttum undanfarið eru það mun fleiri sem eiga í vök að verjast þar vestra. 2.10.2008 08:15
Farangur í óskilum um alla Evrópu Bilun í tölvukerfi á Heathrow-flugvelli í London hefur leitt til þess að farangur nokkur þúsund farþega hefur ekki skilað sér á leiðarenda. Þetta hefur haft þær afleiðingar að þúsundir farþega um alla Evrópu finna ekki farangur sinn á áfangastað. 2.10.2008 08:12
Tveir óku undir áhrifum efna á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum tók tvo ökumenn úr umferð í nótt þar sem þeir höfðu ekið undir áhrifum fíkniefna. 2.10.2008 08:10
Obama með forystu í fimm lykilríkjum Barack Obama forsetaframbjóðandi hefur sótt í sig veðrið og náð forystu í fimm lykilríkjum sem stjórnmálaskýrendur telja að geti ráðið úrslitum í kosningunum í nóvember. 2.10.2008 07:25
Börn innflytjenda sein í danska skóla Algengt er að börn innflytjenda í Danmörku skili sér seint og illa í skólann að afloknum sumarfríum. Í haust mættu 214 börn ekki fyrstu skóladagana af 13.500 sem sérstaklega var athugað með. 2.10.2008 07:23
Bankabjörgunarfrumvarpið samþykkt í öldungadeild Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi frumvarp stjórnarinnar um 700 milljarða dala fjárveitingu til að bjarga bönkum og fjármálafyrirtækjum úr kröggum. 2.10.2008 07:20
Á annað hundrað handteknir í barnaklámsaðgerð Spænska lögreglan handtók 121 mann og lagði hald á milljónir tölvuskráa í mjög umfangsmiklu barnaklámsmáli sem teygir anga sína alla leið til Brasilíu. 2.10.2008 07:17
Eldsneytishækkun í gær sú mesta til þessa Níu króna hækkun íslensku olíufélaganna á dísilolíu í gær, mun vera mesta eldsneytishækkun hér á landi til þessa. 2.10.2008 07:14
Síldveiðiskipin komin inn í norska lögsögu Síldveiðiskipin, sem eru að veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum eru nú komin inn í norska lögsögu, samkvæmt samningum Íslands og Noregs, en veiðin er sáratreg. 2.10.2008 07:09
Kaupþingsmenn á fundi með Geir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson stjórnarformaður bankans, funduðu í kvöld með Geir H. Haarde í forsætisráðuneytinu. 1.10.2008 23:00
Samkomulag lækna hljómar ekki sérstakt ,,Ég á eftir að sjá smáa letrið en þetta hljómar ekki beisið," sagði Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Félags ungra lækna í samtali við Vísi um nýjan kjarasamning Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins. 1.10.2008 22:15
Telur líklegt að ríkisstjórnin hrökklist frá - Vill nýjar kosningar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur allt eins líklegt að ríkisstjórnin hrökklist frá völdum vegna ástandsins í efnahagsmálum. ,,Ég býst því að stjórnin hrökklist frá eða hún taki sig saman í andlitinu og móti sér einhverju stefnu til framtíðar." 1.10.2008 21:30
Ríkið stakk undan Glitni - Agnes og Sigurður G. skiptust á skoðunum Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur og stjórnarmaður í Glitni, voru gestir Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag fyrr í kvöld. 1.10.2008 20:15
Læknar hafa náð samkomulagi við ríkið Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að samkomulagi um nýjan kjarasamning síðdegis í dag. Skrifað var undir nýjan samning hjá ríkissáttasemjara fyrr í kvöld. 1.10.2008 20:33
Orð Geirs eru brandari Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, frá því í vor að botninum væri náð í efnahagskreppunni hljómi eins og brandari í dag. 1.10.2008 20:30
Vilja stofna Efnahagsstofnun Vinstri grænir vilja að stofnuð verði Efnahagsstofnun og mun þingflokkur flokksins leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi. 1.10.2008 20:00
Á annað hundrað fóru of hratt um Gullinbrú Brot 185 ökumanna voru mynduð á Gullinbrú í Grafarvogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gullinbrú í norðurátt. 1.10.2008 20:00
Illskárri kostur að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir illskárri kost að kynferðisafbrotamenn fái reynslulausn, en að þeir afpláni fullan dóm því þá sé útilokað að fylgjast með þeim eða skikka í meðferð. 1.10.2008 19:30
Haft í hótunum við starfsfólk Glitnis Viðskiptavinir Glitnis höfðu í hótunum við starfsmenn í útibúum bankans í dag. Flestir sýndu þó stillingu, en fjöldi fólks hreyfði innistæður sínar í sjóðum og á reikningum. 1.10.2008 19:00
Reyna að koma í veg fyrir þjóðnýtingu Forsvarsmenn Glitnis reyna nú allt hvað þeir geta til að komast hjá þjóðnýtingu bankans. Hluthafafundur verður í næstu viku. Stjórnarmaður í Glitni segir að Seðlabankinn geti ekki einn staðið fyrir þessari aðgerð heldur þurfi allt fjármálalífið að koma að því að finna lausn fyrir íslenskt efnahagslíf. 1.10.2008 18:31
Davíð þyrfti að verða 202 sentímetra hár. Lengja þyrfti Davíð Oddsson um 24 sentímetra ef hæð hans ætti að samsvara gengisvísitölu krónunnar í dag. Fyrir tveimur vikum jafngilti vísitalan hæð seðlabankastjórans í sentímetrum. 1.10.2008 18:58