Innlent

Samkomulag lækna hljómar ekki sérstakt

Ragnar Freyr Ingvarsson er formaður Félags ungra lækna.
Ragnar Freyr Ingvarsson er formaður Félags ungra lækna.

Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að samkomulagi um nýjan kjarasamning síðdegis í dag og var skrifað undir nýjan samning hjá ríkissáttasemjara í kvöld.

,,Ég á eftir að sjá smáa letrið en þetta hljómar ekki beisið," sagði Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Félags ungra lækna í samtali við Vísi. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um samkomulagið fyrir hann hefði náð að fara betur yfir það.

Fyrr í kvöld sagði Gunnar Ármannsson, formaður samninganefndar Læknafélagsins, hér á Vísi að samningurinn feli í sér 6% meðaltalshækkun launa.

Samningstíminn er 1. september til 31. mars 2009. Læknafélagið telur eðlilegt að semja til skemmri tíma miða við núverandi stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Í júlí felldu félagsmenn í Læknafélaginu kjarasamning við ríkið með 57% gildra atkvæða. Mikil óánægja var með ungra lækna með samninginn og sagði Ragnar í samtali við Vísi 30. júní að samningurinn gerði ráð fyrir 4,15% launahækkun sem hefði falið í sér kjaralækkun að hans mati.






Tengdar fréttir

Læknar hafa náð samkomulagi við ríkið

Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að samkomulagi um nýjan kjarasamning síðdegis í dag. Skrifað var undir nýjan samning hjá ríkissáttasemjara fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×