Erlent

Mannfall á trúarhátíð í Írak

Sextán manns létu lífið og um sextíu særðust þegar sprengjuárásir voru gerðar á sjíamúslima í Írak í dag.

Fólkið hafði safnast saman í tveim moskum til þess að fagna Eid hátíð múslima eftir föstumánuðinn Ramadan. Þetta er einn af mestu helgidögum múslima þar sem fjölskyldur skiptast á gjöfum og klæðast sínu fínasta pússi áður en það gengur til bæna. Þessar árásir voru gerðar í Bagdad.

Utan við höfuðborgina biðu svo sex manns bana þegar skotárás var gerð á litla rútu sem var að flytja fjölskyldu til bænahalds.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×