Fleiri fréttir Stríð milli glæpagengja í Kaupmannahöfn blossar upp að nýju Stríðið milli Hells Angels og glæpagengja af annarri kynslóð nýbúa í Kaupmannahöfn blossaði aftur upp seint í gærkvöldi og nótt. 14.10.2008 07:19 ASÍ og SA sammála um að ESB-aðild þurfi til Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og að evra verði tekin upp. Forseti ASÍ lítur svo á að í raun sé búið að taka ákvörðun um það fyrir löngu. 13.10.2008 12:45 Gestur Jónsson í þjónustu Breta Bresk yfirvöld hafa leitað til Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns um lögfræðiþjónustu vegna þeirrar deilu sem komin er upp á milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögmannsstofa í Bretlandi milligöngu um að leita til aðstoðar Gests. Aðstoð Gests mun einkum snúa að túlkun á íslenskum lögum eftir því sem Vísir kemst næst. 13.10.2008 20:05 Samfylkingarmenn á Akureyri lýsa yfir stuðningi við sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið. 13.10.2008 22:49 Obama boðar aðgerðir í atvinnu- og húsnæðismálum Skattaívilnanir fyrir fyrirtæki sem skapa störf og aðstoð fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðismála var meðal þess sem Barack Obamba, forsetaframbjóðandi demókrata, kynnti sem björgunaráætlun sína fyrir millistéttina í Bandaríkjunum. 13.10.2008 21:05 Á von á tíðindum í þessari viku „Ef við leitum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ég ekki von á öðru en að okkur verði tekið ágætlega," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Árni er staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn er í Washington. Hann tekur þó fram að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um að leita eftir aðstoð. 13.10.2008 18:04 Dyravörður dæmdur fyrir kjaftshögg Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í starfi sem dyravörður á veitingastað á Reyðarfirði slegið annan mann hnefahögg í andlitið þannig að hliðarframtönn brotnaði. 13.10.2008 20:48 Námsmenn erlendis enn í vandræðum með millifærslur Þrátt fyrir fyrirheit forsætisráðherra um að gjaldeyrisviðskipti séu að komast í eðlilegt horf geta námsmenn í útlöndum enn ekki fengið millifærslur frá íslenskum bönkum og kaupmenn ekki leyst út vörur frá birgjum. 13.10.2008 19:13 Fullyrða að búið sé að óska eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Reuters fréttastofan fullyrðir að íslensk stjórnvöld hafi formlega óskað eftir fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að fást við fjármálakreppuna sem ríkir. 13.10.2008 18:39 Atvinnuleysi eykst í október Rúmlega þrjúþúsnd einstaklingar eru atvinnulausir á Íslandi í dag. Þetta eru tæplega þúsund fleiri en voru atvinnulausir að meðaltali í síðasta mánuði en þá var atvinnuleysi á Íslandi 1,3%. Á höfuðborgarsvæðinu eru 1.935 einstaklingar skráðir atvinnulausir. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar. 13.10.2008 16:33 ASÍ kemur á fót sérstakri aðgerðastjórn vegna efnahagsástands Alþýðusamband Íslands hefur komið á fót sérstakri aðgerðarstjórn með þátttöku landssambanda og stærstu félaga innan hreyfingarinnar. 13.10.2008 16:26 Mosfellsbær opnar ráðgjafartorg Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur Mosfellbær í samráði við ýmsa aðila í bæjarfélaginu opnað ráðgjafartorg. ,,Markmiðið með ráðgjafartorginu er að samræma þjónustu og auðvelda aðgang að þjónustu og ráðgjöf á vegum aðila í Mosfellsbæ," segir í tilkynningu. 13.10.2008 16:22 Sektaður fyrir vörslu fíkniefna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sektað karlmanna um rúmar 80 þúsund krónur fyrir að hafa í tvígang í desember í fyrra verið gripinn með hass í miðborginni. 13.10.2008 16:21 Vg vill tafarlausa rannsókn á viðskiptum bankastjórnenda Þingflokkur Vinstri - grænna hefur sent skilanefndum bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, bréf þar sem þess er krafist að þær beiti sér fyrir því að tafarlaust fari fram fari ítarleg rannsókn á öllum viðskiptum stærstu eigenda nefndra banka, bankaráðsmanna, bankastjóra og æðstu stjórnenda síðastliðna 12 mánuði, þar með töldum viðskiptum með hlutabréf. 13.10.2008 16:14 ,,Það er allt í góðu lagi á Bakka" Umhverfismat fyrir Bakkaálver er í eðlilegu ferli, að sögn umhverfisráðherra. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þórunni á Alþingi fyrr í dag hvort það komi til greina að hennar hálfu að draga til baka ákvörðun um heilstætt umhverfismat vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. 13.10.2008 15:48 Vegurinn um Hólmaháls opnaður á ný Lögregla á Eskifirði hefur opnað á ný veginn um Hólmaháls en þar fór olíuflutningabíll út af veginum um hádegisbil. 13.10.2008 15:46 Vill greiða fyrir útflutningi bíla Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að greitt verði fyrir því að hægt verði að flytja úr landi bíla sem í ljós hefur komið að ekki er þörf fyrir í landinu. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn varaþingmannsins Sigríðar Andersen úr Sjálfstæðisflokknum. 13.10.2008 15:35 Geir ósammála Ingibjörgu um ESB og fortíðina Geir H. Haarde forsætisráðherrra er ósammála Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra um að það jafngildi því að fara aftur til fortíðar að vilja ekki ganga í ESB. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. 13.10.2008 15:19 Ríkisendurskoðun fylgist með ráðstöfun bankafjár Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent forseta Alþingis og forsætisnefnd þingsins bréf þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun verði tafarlaust falið að kanna með hvaða hætti stofnunin skuli nú koma sem endurskoðunar- og eftirlitsaðili að ráðstöfun þeirra miklu fjármuna sem nú séu komnir í ríkisins hendur með yfirtöku bankanna. 13.10.2008 14:49 Rasmussen segir dönsku krónuna Dönum dýrkeypta Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að það sé Dönum dýrt að standa fyrir utan myntsamstarf Evrópusambandsins, það sýni atburðir liðinna daga. 13.10.2008 14:43 Bretar lána Landsbankanum hundrað milljónir punda Bresk stjórnvöld ætla að lána Landsbankanum hundrað milljónir punda, jafnvirði um 20 milljarða króna, til þess að sjá til þess að breskir viðskiptavinir bankans fái þá fjármuni sem þeir lögðu í bankanna aftur. 13.10.2008 14:35 Obama kynnir stefnumörkun í efnahagsmálum í dag Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, mun síðar í dag kynna áætlun sína um það hvernig bjarga eigi bandarísku efnahagslífi úr þeim hremmingum sem nú standa yfir. Svohljóðandi tilkynning barst úr herbúðum hans fyrr í dag og sagt að um meiri háttar stefnumörkunarræðu væri að ræða. 13.10.2008 14:09 Segir gróðahyggju vera sökudólginn Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að samfélagið hafi orðið fyrir áfalli og standi á krossgötum. Sökudólgurinn er að hans mati ekki einhver einn eða nokkrir einstaklingar heldur hugmyndafræði og pólitísk stefna. 13.10.2008 13:58 Fimm þúsund lítrar láku úr olíubíl Talið er að fimm þúsund lítrar af svartolíu hafi lekið úr olíubíl sem valt á veginum um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar um hádegisbil í dag. 13.10.2008 13:47 Bönkum bjargað um alla Evrópu Það fjölgar ört í hópi þeirra Evrópuríkja sem grípa til aðgerða til að bjarga bönkum með innspýtingu í fjármálakerfið. 13.10.2008 13:39 Skemmdarvargar og þjófar á ferð á Suðurlandi Nokkuð var um skemmdarverk og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um helgina og í nótt. Þannig var brotist inn í tískuverslunina Lindina á Selfossi í nótt og skiptimynt stolið úr peningakassa. 13.10.2008 12:55 Olíubíll valt á Hólmahálsi Vegurinn um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er lokaður sem stendur eftir að olíubíll valt á hálsinum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hugsanleg meiðsl eða tjón en Vegagerðin segir óvíst hversu lengi vegurinn verður lokaður. 13.10.2008 12:42 Útilokar ekki aðkomu IMF Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að flokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum. Arnbjörg Sveinsdóttiir útilokar ekki að stjórnvöld biðji Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um efnahagsaðstoð. 13.10.2008 12:34 Ekki búist við jafnharkalegum skelli hjá Glitni og Landsbankanum Uppsagnir eru yfirvofandi hjá Glitni og búist við að tilkynnt verði um þær í dag eða á morgun. Mikil óvissa er sögð ríkja meðal starfsfólks bankans. 13.10.2008 12:28 Höfum fjórum sinnum leitað til IMF Fjármálráðherra segir það ekki koma í ljós fyrr en í næstu viku hvort sótt verður um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 13.10.2008 12:19 SI vilja að aðföng og hráefni fyrir iðnað verði tryggð Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir því við Seðlabanka Íslands og bankastofnanir að gjaldeyrisskömtun sem gripið var til á föstudag bitni ekki íslenskum iðnaði sem í senn spari og afli þjóðinni nauðsynlegs gjaldeyris. 13.10.2008 12:07 Fjórir fíkniefnasalar handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á föstudag fjóra karlmenn milli tvítugs og þrítugs í aðgerðum gegn sölu og dreifingu ólöglegra fíkniefna. 13.10.2008 11:59 Samkomulag um sundlaug Lilju Pálma Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúar frá verktakafyrirtækinu Sveinbjörn Sigurðsson hf. undirrituðu sl. föstudag samning um að fyrirtækið byggi sundlaug í Hofsósi. 13.10.2008 11:52 Krugman hlýtur Nóbelsverðlaun í hagfræði Bandaríkjamaðurinn Paul Krugman hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir greiningu á viðskiptamynstrum og fyrir að staðsetja virkni í efnahagslífi eins og Nóbelsnefndin orðar það. 13.10.2008 11:33 Forgangsatriði að tryggja traust á mörkuðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir það forgangsatriði að endurvekja traust á evrópskum mörkuðum en það sé óumflýjanlegt að fjárhagsleg skilyrði Evrópusambandsríkjanna versni. 13.10.2008 11:16 Skúlagötumál enn í rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsóknar enn andlát manns sem fannst í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík 1. september. Hinn látni var 68 ára gamall karlmaður og bjó hann einn. 13.10.2008 11:06 Darling: Íslendingar verða að horfast í augu við vandann Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, segir yfirlýsingar að vænta innan tíðar varðandi aðstoð til breskra sparifjáreigenda sem lögðu fé sitt inn í Landsbankann. Íslendingar verði hins vegar að horfast í augu við vandann sem þeir standa frammi fyrir. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun þar sem Darling og Gordon Brown sátu fyrir svörum. Darling segir að í aðgerðunum felist að fá tryggingar fyrir eignum bankans í Bretlandi. 13.10.2008 11:02 Leiðtog Janjaweed-sveita í Súdan handtekinn Leiðtogi Janjaweed-hersveitanna í Súdan, Ali Kushayb, hefur verið handtekinn að sögn þarlendra stjórnvalda. Alþjóðaglæpadómstólinn hafði gefið út handtökuskipuna á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa í Darfur-héraði á síðustu árum en stjórnvöld í Súdan hafa hingað til neitað að vinna með dómstólnum. 13.10.2008 10:40 Fyrirtæki hafi samband við sendiráð Breta Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem lent hafa í vandræðum með samskipti við bresk fyrirtæki og bankastofnanir er bent á að upplýsa breska sendiherrann á Íslandi um málið. 13.10.2008 09:34 Norsk stjórnvöld lána bönkum fimm þúsund milljarða Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lána bönkum landsins 350 milljarða norskra króna, jafnvirði um 5000 þúsund milljarða íslenskra króna, til þess að bregðast við lausafjárkreppunni sem nú skekur hinn alþjóðlega fjármálaheim. 13.10.2008 09:19 Röng tilkynning um jarðarför Þau leiðu mistök urðu hjá Morgunblaðinu að jarðarför Gunnars Bæringssonar var auglýst í dag kl. 13. 13.10.2008 09:08 Kröfur um afsögn Seðlabankastjórnar rata í erlendar fréttir Krafa um afsögn bankastjórnar Seðlabankans hefur ratað í fréttir fyrir utan landsteinana. 13.10.2008 08:53 Íslenska sendinefndin flogin til Moskvu Sendinefnd á vegum Seðlabankans hélt í morgun áleiðis til Moskvu þar sem til stendur að taka lán upp á fjóra milljarða evra hjá Rússum. Í byrjun síðustu viku var fyrst greint frá láninu og sagt að allt væri klappað og klárt. 13.10.2008 08:46 Tugir þúsunda fanga í Flórída ólöglega skráðir sem kjósendur Fyrsta kosningahneykslið er komið upp úr kafinu í Flórída og það þremur vikum fyrir sjálfar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Tugir þúsunda fanga í Flórída eru ólöglega skráðir sem kjósendur í ríkinu. 13.10.2008 08:34 Kókaínpakka rekur enn á vesturströnd Jótlands Pakka með kókaíni rekur enn á land á vesturströnd Jótlands við í grennd við Lemvig. 13.10.2008 07:38 Sjá næstu 50 fréttir
Stríð milli glæpagengja í Kaupmannahöfn blossar upp að nýju Stríðið milli Hells Angels og glæpagengja af annarri kynslóð nýbúa í Kaupmannahöfn blossaði aftur upp seint í gærkvöldi og nótt. 14.10.2008 07:19
ASÍ og SA sammála um að ESB-aðild þurfi til Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og að evra verði tekin upp. Forseti ASÍ lítur svo á að í raun sé búið að taka ákvörðun um það fyrir löngu. 13.10.2008 12:45
Gestur Jónsson í þjónustu Breta Bresk yfirvöld hafa leitað til Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns um lögfræðiþjónustu vegna þeirrar deilu sem komin er upp á milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögmannsstofa í Bretlandi milligöngu um að leita til aðstoðar Gests. Aðstoð Gests mun einkum snúa að túlkun á íslenskum lögum eftir því sem Vísir kemst næst. 13.10.2008 20:05
Samfylkingarmenn á Akureyri lýsa yfir stuðningi við sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið. 13.10.2008 22:49
Obama boðar aðgerðir í atvinnu- og húsnæðismálum Skattaívilnanir fyrir fyrirtæki sem skapa störf og aðstoð fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðismála var meðal þess sem Barack Obamba, forsetaframbjóðandi demókrata, kynnti sem björgunaráætlun sína fyrir millistéttina í Bandaríkjunum. 13.10.2008 21:05
Á von á tíðindum í þessari viku „Ef við leitum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ég ekki von á öðru en að okkur verði tekið ágætlega," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Árni er staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn er í Washington. Hann tekur þó fram að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um að leita eftir aðstoð. 13.10.2008 18:04
Dyravörður dæmdur fyrir kjaftshögg Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í starfi sem dyravörður á veitingastað á Reyðarfirði slegið annan mann hnefahögg í andlitið þannig að hliðarframtönn brotnaði. 13.10.2008 20:48
Námsmenn erlendis enn í vandræðum með millifærslur Þrátt fyrir fyrirheit forsætisráðherra um að gjaldeyrisviðskipti séu að komast í eðlilegt horf geta námsmenn í útlöndum enn ekki fengið millifærslur frá íslenskum bönkum og kaupmenn ekki leyst út vörur frá birgjum. 13.10.2008 19:13
Fullyrða að búið sé að óska eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Reuters fréttastofan fullyrðir að íslensk stjórnvöld hafi formlega óskað eftir fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að fást við fjármálakreppuna sem ríkir. 13.10.2008 18:39
Atvinnuleysi eykst í október Rúmlega þrjúþúsnd einstaklingar eru atvinnulausir á Íslandi í dag. Þetta eru tæplega þúsund fleiri en voru atvinnulausir að meðaltali í síðasta mánuði en þá var atvinnuleysi á Íslandi 1,3%. Á höfuðborgarsvæðinu eru 1.935 einstaklingar skráðir atvinnulausir. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar. 13.10.2008 16:33
ASÍ kemur á fót sérstakri aðgerðastjórn vegna efnahagsástands Alþýðusamband Íslands hefur komið á fót sérstakri aðgerðarstjórn með þátttöku landssambanda og stærstu félaga innan hreyfingarinnar. 13.10.2008 16:26
Mosfellsbær opnar ráðgjafartorg Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur Mosfellbær í samráði við ýmsa aðila í bæjarfélaginu opnað ráðgjafartorg. ,,Markmiðið með ráðgjafartorginu er að samræma þjónustu og auðvelda aðgang að þjónustu og ráðgjöf á vegum aðila í Mosfellsbæ," segir í tilkynningu. 13.10.2008 16:22
Sektaður fyrir vörslu fíkniefna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sektað karlmanna um rúmar 80 þúsund krónur fyrir að hafa í tvígang í desember í fyrra verið gripinn með hass í miðborginni. 13.10.2008 16:21
Vg vill tafarlausa rannsókn á viðskiptum bankastjórnenda Þingflokkur Vinstri - grænna hefur sent skilanefndum bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, bréf þar sem þess er krafist að þær beiti sér fyrir því að tafarlaust fari fram fari ítarleg rannsókn á öllum viðskiptum stærstu eigenda nefndra banka, bankaráðsmanna, bankastjóra og æðstu stjórnenda síðastliðna 12 mánuði, þar með töldum viðskiptum með hlutabréf. 13.10.2008 16:14
,,Það er allt í góðu lagi á Bakka" Umhverfismat fyrir Bakkaálver er í eðlilegu ferli, að sögn umhverfisráðherra. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þórunni á Alþingi fyrr í dag hvort það komi til greina að hennar hálfu að draga til baka ákvörðun um heilstætt umhverfismat vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. 13.10.2008 15:48
Vegurinn um Hólmaháls opnaður á ný Lögregla á Eskifirði hefur opnað á ný veginn um Hólmaháls en þar fór olíuflutningabíll út af veginum um hádegisbil. 13.10.2008 15:46
Vill greiða fyrir útflutningi bíla Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að greitt verði fyrir því að hægt verði að flytja úr landi bíla sem í ljós hefur komið að ekki er þörf fyrir í landinu. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn varaþingmannsins Sigríðar Andersen úr Sjálfstæðisflokknum. 13.10.2008 15:35
Geir ósammála Ingibjörgu um ESB og fortíðina Geir H. Haarde forsætisráðherrra er ósammála Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra um að það jafngildi því að fara aftur til fortíðar að vilja ekki ganga í ESB. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. 13.10.2008 15:19
Ríkisendurskoðun fylgist með ráðstöfun bankafjár Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent forseta Alþingis og forsætisnefnd þingsins bréf þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun verði tafarlaust falið að kanna með hvaða hætti stofnunin skuli nú koma sem endurskoðunar- og eftirlitsaðili að ráðstöfun þeirra miklu fjármuna sem nú séu komnir í ríkisins hendur með yfirtöku bankanna. 13.10.2008 14:49
Rasmussen segir dönsku krónuna Dönum dýrkeypta Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að það sé Dönum dýrt að standa fyrir utan myntsamstarf Evrópusambandsins, það sýni atburðir liðinna daga. 13.10.2008 14:43
Bretar lána Landsbankanum hundrað milljónir punda Bresk stjórnvöld ætla að lána Landsbankanum hundrað milljónir punda, jafnvirði um 20 milljarða króna, til þess að sjá til þess að breskir viðskiptavinir bankans fái þá fjármuni sem þeir lögðu í bankanna aftur. 13.10.2008 14:35
Obama kynnir stefnumörkun í efnahagsmálum í dag Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, mun síðar í dag kynna áætlun sína um það hvernig bjarga eigi bandarísku efnahagslífi úr þeim hremmingum sem nú standa yfir. Svohljóðandi tilkynning barst úr herbúðum hans fyrr í dag og sagt að um meiri háttar stefnumörkunarræðu væri að ræða. 13.10.2008 14:09
Segir gróðahyggju vera sökudólginn Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að samfélagið hafi orðið fyrir áfalli og standi á krossgötum. Sökudólgurinn er að hans mati ekki einhver einn eða nokkrir einstaklingar heldur hugmyndafræði og pólitísk stefna. 13.10.2008 13:58
Fimm þúsund lítrar láku úr olíubíl Talið er að fimm þúsund lítrar af svartolíu hafi lekið úr olíubíl sem valt á veginum um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar um hádegisbil í dag. 13.10.2008 13:47
Bönkum bjargað um alla Evrópu Það fjölgar ört í hópi þeirra Evrópuríkja sem grípa til aðgerða til að bjarga bönkum með innspýtingu í fjármálakerfið. 13.10.2008 13:39
Skemmdarvargar og þjófar á ferð á Suðurlandi Nokkuð var um skemmdarverk og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um helgina og í nótt. Þannig var brotist inn í tískuverslunina Lindina á Selfossi í nótt og skiptimynt stolið úr peningakassa. 13.10.2008 12:55
Olíubíll valt á Hólmahálsi Vegurinn um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er lokaður sem stendur eftir að olíubíll valt á hálsinum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hugsanleg meiðsl eða tjón en Vegagerðin segir óvíst hversu lengi vegurinn verður lokaður. 13.10.2008 12:42
Útilokar ekki aðkomu IMF Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að flokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum. Arnbjörg Sveinsdóttiir útilokar ekki að stjórnvöld biðji Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um efnahagsaðstoð. 13.10.2008 12:34
Ekki búist við jafnharkalegum skelli hjá Glitni og Landsbankanum Uppsagnir eru yfirvofandi hjá Glitni og búist við að tilkynnt verði um þær í dag eða á morgun. Mikil óvissa er sögð ríkja meðal starfsfólks bankans. 13.10.2008 12:28
Höfum fjórum sinnum leitað til IMF Fjármálráðherra segir það ekki koma í ljós fyrr en í næstu viku hvort sótt verður um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 13.10.2008 12:19
SI vilja að aðföng og hráefni fyrir iðnað verði tryggð Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir því við Seðlabanka Íslands og bankastofnanir að gjaldeyrisskömtun sem gripið var til á föstudag bitni ekki íslenskum iðnaði sem í senn spari og afli þjóðinni nauðsynlegs gjaldeyris. 13.10.2008 12:07
Fjórir fíkniefnasalar handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á föstudag fjóra karlmenn milli tvítugs og þrítugs í aðgerðum gegn sölu og dreifingu ólöglegra fíkniefna. 13.10.2008 11:59
Samkomulag um sundlaug Lilju Pálma Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúar frá verktakafyrirtækinu Sveinbjörn Sigurðsson hf. undirrituðu sl. föstudag samning um að fyrirtækið byggi sundlaug í Hofsósi. 13.10.2008 11:52
Krugman hlýtur Nóbelsverðlaun í hagfræði Bandaríkjamaðurinn Paul Krugman hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir greiningu á viðskiptamynstrum og fyrir að staðsetja virkni í efnahagslífi eins og Nóbelsnefndin orðar það. 13.10.2008 11:33
Forgangsatriði að tryggja traust á mörkuðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir það forgangsatriði að endurvekja traust á evrópskum mörkuðum en það sé óumflýjanlegt að fjárhagsleg skilyrði Evrópusambandsríkjanna versni. 13.10.2008 11:16
Skúlagötumál enn í rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsóknar enn andlát manns sem fannst í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík 1. september. Hinn látni var 68 ára gamall karlmaður og bjó hann einn. 13.10.2008 11:06
Darling: Íslendingar verða að horfast í augu við vandann Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, segir yfirlýsingar að vænta innan tíðar varðandi aðstoð til breskra sparifjáreigenda sem lögðu fé sitt inn í Landsbankann. Íslendingar verði hins vegar að horfast í augu við vandann sem þeir standa frammi fyrir. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun þar sem Darling og Gordon Brown sátu fyrir svörum. Darling segir að í aðgerðunum felist að fá tryggingar fyrir eignum bankans í Bretlandi. 13.10.2008 11:02
Leiðtog Janjaweed-sveita í Súdan handtekinn Leiðtogi Janjaweed-hersveitanna í Súdan, Ali Kushayb, hefur verið handtekinn að sögn þarlendra stjórnvalda. Alþjóðaglæpadómstólinn hafði gefið út handtökuskipuna á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa í Darfur-héraði á síðustu árum en stjórnvöld í Súdan hafa hingað til neitað að vinna með dómstólnum. 13.10.2008 10:40
Fyrirtæki hafi samband við sendiráð Breta Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem lent hafa í vandræðum með samskipti við bresk fyrirtæki og bankastofnanir er bent á að upplýsa breska sendiherrann á Íslandi um málið. 13.10.2008 09:34
Norsk stjórnvöld lána bönkum fimm þúsund milljarða Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lána bönkum landsins 350 milljarða norskra króna, jafnvirði um 5000 þúsund milljarða íslenskra króna, til þess að bregðast við lausafjárkreppunni sem nú skekur hinn alþjóðlega fjármálaheim. 13.10.2008 09:19
Röng tilkynning um jarðarför Þau leiðu mistök urðu hjá Morgunblaðinu að jarðarför Gunnars Bæringssonar var auglýst í dag kl. 13. 13.10.2008 09:08
Kröfur um afsögn Seðlabankastjórnar rata í erlendar fréttir Krafa um afsögn bankastjórnar Seðlabankans hefur ratað í fréttir fyrir utan landsteinana. 13.10.2008 08:53
Íslenska sendinefndin flogin til Moskvu Sendinefnd á vegum Seðlabankans hélt í morgun áleiðis til Moskvu þar sem til stendur að taka lán upp á fjóra milljarða evra hjá Rússum. Í byrjun síðustu viku var fyrst greint frá láninu og sagt að allt væri klappað og klárt. 13.10.2008 08:46
Tugir þúsunda fanga í Flórída ólöglega skráðir sem kjósendur Fyrsta kosningahneykslið er komið upp úr kafinu í Flórída og það þremur vikum fyrir sjálfar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Tugir þúsunda fanga í Flórída eru ólöglega skráðir sem kjósendur í ríkinu. 13.10.2008 08:34
Kókaínpakka rekur enn á vesturströnd Jótlands Pakka með kókaíni rekur enn á land á vesturströnd Jótlands við í grennd við Lemvig. 13.10.2008 07:38