Erlent

Leiðtog Janjaweed-sveita í Súdan handtekinn

Frá Darfur-héraði.
Frá Darfur-héraði. MYND/Reuters

Leiðtogi Janjaweed-hersveitanna í Súdan, Ali Kushayb, hefur verið handtekinn að sögn þarlendra stjórnvalda. Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa í Darfur-héraði á síðustu árum en stjórnvöld í Súdan hafa hingað til neitað að vinna með dómstólnum.

Stjórnvöld í Súdan segjast nú vera að rannsaka glæpi Kushaayb en þau neita að viðurkenna lögsögu Alþjóðadómstólsins í landinu. Dómstóllinn hefur einnig sakað forseta landsins, Omar al-Bashir, um stríðsglæpi en Súdanar reyna nú að tefja rannsókn Sameinuðu þjóðanna á þeim ásökunum.

Talið er að um 300 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir flúið heimili sín í Darfur-héraði vegna átaka síðustu fimm ár. Hinar arabísku Janjaweed-hersveitir hafa verið sakaðar um að fara þar um og myrða fólk með stuðningi stjórnvalda en því hafnar ríkisstjórn landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×