Erlent

Rasmussen segir dönsku krónuna Dönum dýrkeypta

MYND/Reuters

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að það sé Dönum dýrt að standa fyrir utan myntsamstarf Evrópusambandsins, það sýni atburðir liðinna daga.

Ráðherrann var í viðtali við Danska ríkisútvarpið í gær þar sem rætt var um samhæfðar aðgerðir evrulandanna gegn yfirstandandi bankakreppu. Danir komu ekki að þeim aðgerðum þar sem þeir nota enn dönsku krónuna.

Rasmussen segir það Dönum dýrt, bæði á hinu efnahagslega og pólitíska sviði, að standa utan myntsamstarfsins. Landið komi ekki að ákvörðunum sem komi til með að hafa áhrif á Danmörku og þá séu vextir í Danmörku nokkuð yfir vöxtum í evrulöndunum.

Rasmussen ítrekar þó að staða Danmerkur sé sterk og þeir séu Evrópumeistarar í hagstjórn. Danskt efnahagslíf sé opið en reynslan sé þó sú að lítil efnhagskerfi með litla gjaldmiðla gjaldi verr á tímum eins og þeim sem gangi yfir núna. Þess vegna sé það dýrt að standa utan evrusamstarfsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×