Erlent

Forgangsatriði að tryggja traust á mörkuðum

MYND/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir það forgangsatriði að endurvekja traust á evrópskum mörkuðum en það sé óumflýjanlegt að fjárhagsleg skilyrði Evrópusambandsríkjanna versni.

Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, Amelia Torres, sat fyrir svörum í Brussel í morgun, daginn eftir að evrulöndin og Bretland féllust á samræmdar aðgerðir til þess að takast á við bankakreppuna. Þar var hún spurð hvaða áhrif kreppan hefði á efnahag ríkjanna. Torres svaraði því til að samdráttur yrði að líkindum í ríkjunum og því fylgdi væntanlega meiri útgjöld vegna vaxandi atvinnuleysis.

Mikilvægast væri að endurvekja traust á mörkuðum og því fyrr sem það tækist því fyrr væri hægt að koma á fullri virkni í efnahagslífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×