Erlent

Norsk stjórnvöld lána bönkum fimm þúsund milljarða

MYND/Vilhelm

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lána bönkum landsins 350 milljarða norskra króna, jafnvirði um 5000 þúsund milljarða íslenskra króna, til þess að bregðast við lausafjárkreppunni sem nú skekur hinn alþjóðlega fjármálaheim.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra og Kristin Halvorsen fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar í gær. Þeim er ætlað að auka tiltrúna á norskt bankakerfi að sögn Stoltenberg, en bönkum bjóðast ríkisskuldabréf gegn skuldabréfum með veði norskum íbúðalánum.

Samtök atvinnulífsins í Noregi segja aðgerðirnar ekki duga til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Lækka þurfi skatta á fyrirtæki, sérstaklega lítil og meðalstór.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×