Fleiri fréttir Líkamsleifar finnast við flugvél Fossetts Björgunarmenn fundu beinflís við flak flugvélar ævintýramannsins Steve Fossets í gær. Lögregluyfirvöld í Madera sýslu, þar sem vélin fannst, sögðu flísina litla, en voru vongóð um að hún nægði til að bera kennsl á Fossett með genarannsóknum. 3.10.2008 10:01 Telur kísilverksmiðju ekki valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. 3.10.2008 09:59 Útgöld til félagsverndar jukust um 26 milljarða milli áranna 2005 og 2006 Heildarútgjöld til félagsverndar jukust um nærri 26 milljarða króna á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 3.10.2008 09:12 Samfylkingarráðherrar funduðu fram á nótt Ráðherrar Samfylkingarinnar funduðu í gær eftir umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og fram á nótt um stöðu mála í efnahagslífinu. 3.10.2008 08:58 Hringvegurinn lokaður um Moldhaugnaháls í Eyjafirði Vegna ræsagerðar verður Hringvegur um Moldhaugnaháls í Eyjafirði lokaður frá kl.18 í kvöld og fram eftir degi á laugardag. Hjáleið er um veg 816 Dagverðareyrarveg segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. 3.10.2008 08:44 Geimfarar NASA æfa sig í einangrun á suðurskautinu Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar Suðurskautslandið sem æfingabúðir fyrir geimfara sem hyggja á mjög langa dvöl í geimnum. 3.10.2008 08:16 Féllu á skotprófi í mótmælaskyni Lögreglumenn í umdæminu Þrændalögum í Noregi féllu unnvörpum á árlegu skotfimiprófi sínu sem haldið var í vikunni. Fimmtán af átján sem þreyttu prófið féllu. 3.10.2008 08:10 Danir telja Da Vinci-lykilinn fræðandi um kirkjusögu Danir lesa skáldsöguna Da Vinci-lykilinn eftir Dan Brown upp til hópa með því hugarfari að hún sé gagnrýni á kaþólsku kirkjuna og saga um uppruna kristindómsins. 3.10.2008 07:31 Írar samþykkja ríkisábyrgð á bankana Írska þingið hefur samþykkt lög um ríkisábyrgð á öllum skuldbindingum þarlendra banka næstu tvö árin. 3.10.2008 07:28 Líka leiðindaveður í Danmörku Danskir veðurfræðingar benda þjóðinni á að draga fram skjólgóðan fatnað og gúmmístígvél fyrir helgina, þar er gert ráð fyrir stormi, rigningu og almennu leiðindaveðri 3.10.2008 07:22 Aulanóbelsverðlaunin veitt í gær Ig-Nobel-verðlaunin voru veitt í gærkvöld í 18. skipti.Um er að ræða eins konar grínverðlaun á vettvangi óvenjulegra fræðigreina. 3.10.2008 07:19 BBC opinberar styrjaldarávarp Breska ríkisútvarpið hefur gert opinbert handrit frá því snemma á áttunda áratugnum sem flutt hefði verið bresku þjóðinni ef kjarnorkusprengju yrði varpað á landið. 3.10.2008 07:17 Rússneskt herflug nálægt Noregi Rússneskar herflugvélar flugu nálægt Noregi í nótt og voru herþotur sendar til móts við þær. Önnur þeira bilaði og sneru þá báðar við. Breskar herþotur eru nú lagðar af stað til móts við rússnesku vélarnar en ekki liggur fyrir hvort þær eru að nálgast Ísland. 3.10.2008 07:14 Grunaður um fíkniefnaakstur Ungur ökumaður var tekinn úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni fundust í bílnum auk ýmissa hluta, sem taldir eru vera úr innbortum. Hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. 3.10.2008 07:13 Festu bíla sína á Kjalvegi Tvær danskar konur og kínversk hjón festu bíla sína á Kjalvegi sent í gærkvöldi. Dönsku konurnar, sem voru vel búnar kölluðu eftir aðstoð og var björgunarsveit send eftir þeim og bílnum 3.10.2008 07:11 Klippa þurfti ökumann út úr bifreið Ungur maður slasaðist og þurfti að beita klippum til að ná honum út úr bílnum, sem rann út af í hálku á Reykjanesbraut á móts við Vífilsstaðaveg í gærkvöldi. 3.10.2008 07:08 Geir sammála Þorgerði um Davíð Forsætisráðherra var spurður í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld hvort hann væri sammála Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, væri kominn langt út fyrir verksvið sitt þegar hann tali fyrir myndun þjóðstjórnar.,, 2.10.2008 22:43 Kappræður Palin og Biden í nótt Sjónvarpskappræður bandarísku varaforsetaefnanna fara fram í nótt. Viðureignar þeirra Söruh Palin, varaforsetaefnis bandaríska Repúblikanaflokksins, og Joe Bidens, varaforsetaefnis Demókrataflokksins er beðið með umtalsverðri eftirvæntingu. 2.10.2008 22:15 Undirstaðan er traust „Ríkisstjórnin þurfti að tefla hraðskák þegar atburðarrásin með Glitni gekk yfir,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að ákvörðunin hefði miðað að því að treysta fjármálalegan stöðugleika. 2.10.2008 21:32 Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins. 2.10.2008 20:13 Strætó keyrir ekki i Kópavogi í kvöld Strætó mun líklegast ekki fara fleiri ferðir innanbæjar í Kópavogi í kvöld vegna færðar. Þær upplýsingar fengust hjá Strætó b/s að mikil hálka væri á götunum. Verið væri að salta göturnar en það tæki 2-3 tíma að hafa áhrif. Annars staðar væri ekið en hugsanlega yrðu seinkanir vegna slæmrar færðar. 2.10.2008 21:43 Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt. 2.10.2008 20:44 Erfiðar aðstæður á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum varar ökumenn við erfiðum aðstæðum á Reykjanesbraut. Að sögn lögreglu hafa vanbúnar bifreiðar lent í miklum vandræðum í kvöld vegna mikillar hálku og þá hefur snjóað umtalsvert. 2.10.2008 21:18 Gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins Staðan sem uppi er núna þýðir gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins og kannski er kominn tími til að flokkurinn fái frí frá stjórnun fjármála landsins. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, í umræðum um stefnuræðu ráðherra í kvöld. 2.10.2008 21:12 Varað við snjókomu og hálkublettum víða um land Vegagerðin varar við hálkublettum á Kjalarnesi og víðast hvar á Reykjanesi. Á Sandskeiði og á Hellisheiði eru hálkublettir og éljagangur. Verið er að hálkuverja á þessum svæðum og eru vegfarendur beðnir um að aka eftir aðstæðum. 2.10.2008 21:08 Staðan kallar á endurskoðun reglna fjármálakerfisins Þær þrengingar sem Íslendingar horfast í augu við nú kalla á endurskoðun reglna fjármálakerfisins og ofurlauna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. 2.10.2008 20:27 Hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi „Allir sem eitthvað huga að núverandi aðstæðum kvíða morgundeginum,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking væru að stefna þjóðarskútunni í skipsbrot. 2.10.2008 21:14 Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann „Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?“ 2.10.2008 20:39 Stíga fram áður en þeir fremja brot gegn börnum Karlmenn með kynferðislanganir til barna eru smám saman að koma fram í dagsljósið og leita aðstoðar sálfræðinga til að vinna bug á kenndum sínum eða að koma á veg fyrir að þeir fremji kynferðisafbrot. Mjög mikilvægt er að veita þessa aðstoð, segir Anna K. Newton sálfræðingur Fangelsismálastofnunar. 2.10.2008 19:30 Eggert spyr hvort illskan sé í ættinni Eggert Haukdal á Bergþórshvoli stendur enn einu sinni í harðvítugum nágrannaerjum, að þessu sinni við frænku sína og eiginmann hennar. Þingmaðurinn fyrrverandi spyr hlæjandi hvort það sé í ættinni að vera illmenni. 2.10.2008 19:03 Hefur tapað yfir sjö milljörðum á viku Róbert Wessman keypti hlutabréf í Glitni fyrir 5,7 milljarða síðastliðinn föstudag. Það kom honum í opna skjöldu þegar bankinn var þjóðnýttur á mánudag. Róbert segir aldrei gaman að tapa peningum en mikilvægast sé að horfa fram á veginn og finna lausnir á vandanum. 2.10.2008 19:00 Þorskverð í hæstu hæðum Þorskverð á fiskmörkuðum hérlendis síðustu daga hefur aldrei verið hærra og hefur óslægður þorskur verið að seljast á yfir 350 krónur kílóið. Stórhækkaður lána- og olíukostnaður skyggir hins vegar á gleði útgerðarmanna. 2.10.2008 18:53 ,,Krónan er í raun veru ónýtur pappír" Ekkert lát virðist vera á falli krónunnar sem veiktist um 2,8 prósent í dag. Sérfræðingar segja að lítið geti komið í veg fyrir áframhaldandi fall. Krónan er ónýtur pappír segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. 2.10.2008 18:45 Lagaprófessor segir þjóðnýtingu Glitnis ólöglega Lagaprófessor við Háskóla Íslands segir að Seðlabankinn hafi ekki haft lagalega heimild til að ákveða kaup á 75% hlut í Glitni. Stjórnarmaður í Glitni segir ekki hafi komið skýrt fram í fyrstu hvort Seðlabankinn eða ríkisstjórnin hafi verið viðsemjandi Glitnis. 2.10.2008 18:38 Mátu ekki þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis Hagfræðingar Seðlabankans mátu ekki þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis. Síðan tíðindi bárust um á mánudagsmorgun, hefur gengi krónunnar lækkað um 15 prósent og lánshæfismat ríkisins og íslensku viðskiptabankanna verið lækkað. 2.10.2008 18:34 Vildi Davíð bráðabirgðalög á Landsbankann og Kaupþing? Heimildir Vísis herma að Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði til á ríkisstjórnarfundi síðasta þriðjudag að Landsbankinn og Kaupþing yrðu einnig þjóðnýttir og að mynduð yrði þjóðstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir seðlabankastjóra kominn langt út fyrir sitt valdsvið. 2.10.2008 18:31 Losun við Kársnes stöðvuð Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi síðdegis í dag að fresta losun umframefna á landfyllingu við Kársnes uns niðurstaða liggur fyrir um skipulag svæðisins. 2.10.2008 18:02 Misvísandi upplýsingar um þjóðnýtingu sem þarf að skýra Stjórn Samtaka fjárfesta telur að ríkisstjórn og ráðamönnum Seðlabanka og Glitnis beri skylda til að upplýsa almenning um aðdraganda þess að ríkissjóður tók yfir þrjá fjórðu hlutafjár Glitnis. 2.10.2008 17:39 Ráðherrar ræða um ríkisstjórnarsamstarfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, verða gestir í Íslandi í dag strax að loknum fréttum í kvöld. 2.10.2008 17:30 Sekt Árdegis vegna samkeppnisbrota staðfest Hæstiréttur hefur staðfest 65 milljóna króna stjórnvaldssekt á hendur Árdegi fyrir brot á samkeppnislögum. 2.10.2008 16:57 Hæstiréttur skilorðsbindur 22 mánaða dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot, fíkniefnalagabrot, hilmingu og umferðarlagabrot. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt manninn þann 30. nóvember síðastliðinn í 22 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. 2.10.2008 16:50 Sekt Flugþjónustunnar lækkuð um 20 milljónir Hæstiréttur hefur lækkað stjórnvaldssekt samkeppnisyfirvalda á hendur Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli um 20 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni við afgreiðslu farþegavéla. 2.10.2008 16:43 Hæstiréttur: Eiríkur greiði Þóru í Atlanta hálfa milljón Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Þóru Guðmundsdóttur gegn Eiríki Jónssyni blaðamanni, Mikael Torfasyni fyrrverandi ritstjóra Séð & hert og Þorsteini Svani Jónssyni sem seldi Þóru einbýlishúsið. Þeir tveir síðarnefndu voru sýknaðir en Eiríkur þarf að greiða Þóru 500.000 krónur í skaðabætur. 2.10.2008 16:35 Tekjur af sölu byggingarréttar aðeins sjö prósent af áætlun Aðalsjóður Reykjavíkurborgar skilaði 3,6 milljarða króna afgangi á fyrri helmingi ársins samkvæmt árshlutareikningi sem lagður var fram í borgarráði í dag. Það er 3,3 milljörðum króna meiri afgangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. 2.10.2008 16:06 Fjölskylduhjálp ekki rekin út úr húsnæði og innheimtu skuldar frestað Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þá tillögu borgarstjóra að Fjölskylduhjálp Íslands fái áfram afnot að húsnæði við Eskihlíð á meðan mál Fjölskylduhjálparinnar eru til skoðunar. 2.10.2008 15:42 Sjá næstu 50 fréttir
Líkamsleifar finnast við flugvél Fossetts Björgunarmenn fundu beinflís við flak flugvélar ævintýramannsins Steve Fossets í gær. Lögregluyfirvöld í Madera sýslu, þar sem vélin fannst, sögðu flísina litla, en voru vongóð um að hún nægði til að bera kennsl á Fossett með genarannsóknum. 3.10.2008 10:01
Telur kísilverksmiðju ekki valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. 3.10.2008 09:59
Útgöld til félagsverndar jukust um 26 milljarða milli áranna 2005 og 2006 Heildarútgjöld til félagsverndar jukust um nærri 26 milljarða króna á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 3.10.2008 09:12
Samfylkingarráðherrar funduðu fram á nótt Ráðherrar Samfylkingarinnar funduðu í gær eftir umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og fram á nótt um stöðu mála í efnahagslífinu. 3.10.2008 08:58
Hringvegurinn lokaður um Moldhaugnaháls í Eyjafirði Vegna ræsagerðar verður Hringvegur um Moldhaugnaháls í Eyjafirði lokaður frá kl.18 í kvöld og fram eftir degi á laugardag. Hjáleið er um veg 816 Dagverðareyrarveg segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. 3.10.2008 08:44
Geimfarar NASA æfa sig í einangrun á suðurskautinu Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar Suðurskautslandið sem æfingabúðir fyrir geimfara sem hyggja á mjög langa dvöl í geimnum. 3.10.2008 08:16
Féllu á skotprófi í mótmælaskyni Lögreglumenn í umdæminu Þrændalögum í Noregi féllu unnvörpum á árlegu skotfimiprófi sínu sem haldið var í vikunni. Fimmtán af átján sem þreyttu prófið féllu. 3.10.2008 08:10
Danir telja Da Vinci-lykilinn fræðandi um kirkjusögu Danir lesa skáldsöguna Da Vinci-lykilinn eftir Dan Brown upp til hópa með því hugarfari að hún sé gagnrýni á kaþólsku kirkjuna og saga um uppruna kristindómsins. 3.10.2008 07:31
Írar samþykkja ríkisábyrgð á bankana Írska þingið hefur samþykkt lög um ríkisábyrgð á öllum skuldbindingum þarlendra banka næstu tvö árin. 3.10.2008 07:28
Líka leiðindaveður í Danmörku Danskir veðurfræðingar benda þjóðinni á að draga fram skjólgóðan fatnað og gúmmístígvél fyrir helgina, þar er gert ráð fyrir stormi, rigningu og almennu leiðindaveðri 3.10.2008 07:22
Aulanóbelsverðlaunin veitt í gær Ig-Nobel-verðlaunin voru veitt í gærkvöld í 18. skipti.Um er að ræða eins konar grínverðlaun á vettvangi óvenjulegra fræðigreina. 3.10.2008 07:19
BBC opinberar styrjaldarávarp Breska ríkisútvarpið hefur gert opinbert handrit frá því snemma á áttunda áratugnum sem flutt hefði verið bresku þjóðinni ef kjarnorkusprengju yrði varpað á landið. 3.10.2008 07:17
Rússneskt herflug nálægt Noregi Rússneskar herflugvélar flugu nálægt Noregi í nótt og voru herþotur sendar til móts við þær. Önnur þeira bilaði og sneru þá báðar við. Breskar herþotur eru nú lagðar af stað til móts við rússnesku vélarnar en ekki liggur fyrir hvort þær eru að nálgast Ísland. 3.10.2008 07:14
Grunaður um fíkniefnaakstur Ungur ökumaður var tekinn úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni fundust í bílnum auk ýmissa hluta, sem taldir eru vera úr innbortum. Hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. 3.10.2008 07:13
Festu bíla sína á Kjalvegi Tvær danskar konur og kínversk hjón festu bíla sína á Kjalvegi sent í gærkvöldi. Dönsku konurnar, sem voru vel búnar kölluðu eftir aðstoð og var björgunarsveit send eftir þeim og bílnum 3.10.2008 07:11
Klippa þurfti ökumann út úr bifreið Ungur maður slasaðist og þurfti að beita klippum til að ná honum út úr bílnum, sem rann út af í hálku á Reykjanesbraut á móts við Vífilsstaðaveg í gærkvöldi. 3.10.2008 07:08
Geir sammála Þorgerði um Davíð Forsætisráðherra var spurður í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld hvort hann væri sammála Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, væri kominn langt út fyrir verksvið sitt þegar hann tali fyrir myndun þjóðstjórnar.,, 2.10.2008 22:43
Kappræður Palin og Biden í nótt Sjónvarpskappræður bandarísku varaforsetaefnanna fara fram í nótt. Viðureignar þeirra Söruh Palin, varaforsetaefnis bandaríska Repúblikanaflokksins, og Joe Bidens, varaforsetaefnis Demókrataflokksins er beðið með umtalsverðri eftirvæntingu. 2.10.2008 22:15
Undirstaðan er traust „Ríkisstjórnin þurfti að tefla hraðskák þegar atburðarrásin með Glitni gekk yfir,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að ákvörðunin hefði miðað að því að treysta fjármálalegan stöðugleika. 2.10.2008 21:32
Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins. 2.10.2008 20:13
Strætó keyrir ekki i Kópavogi í kvöld Strætó mun líklegast ekki fara fleiri ferðir innanbæjar í Kópavogi í kvöld vegna færðar. Þær upplýsingar fengust hjá Strætó b/s að mikil hálka væri á götunum. Verið væri að salta göturnar en það tæki 2-3 tíma að hafa áhrif. Annars staðar væri ekið en hugsanlega yrðu seinkanir vegna slæmrar færðar. 2.10.2008 21:43
Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt. 2.10.2008 20:44
Erfiðar aðstæður á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum varar ökumenn við erfiðum aðstæðum á Reykjanesbraut. Að sögn lögreglu hafa vanbúnar bifreiðar lent í miklum vandræðum í kvöld vegna mikillar hálku og þá hefur snjóað umtalsvert. 2.10.2008 21:18
Gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins Staðan sem uppi er núna þýðir gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins og kannski er kominn tími til að flokkurinn fái frí frá stjórnun fjármála landsins. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, í umræðum um stefnuræðu ráðherra í kvöld. 2.10.2008 21:12
Varað við snjókomu og hálkublettum víða um land Vegagerðin varar við hálkublettum á Kjalarnesi og víðast hvar á Reykjanesi. Á Sandskeiði og á Hellisheiði eru hálkublettir og éljagangur. Verið er að hálkuverja á þessum svæðum og eru vegfarendur beðnir um að aka eftir aðstæðum. 2.10.2008 21:08
Staðan kallar á endurskoðun reglna fjármálakerfisins Þær þrengingar sem Íslendingar horfast í augu við nú kalla á endurskoðun reglna fjármálakerfisins og ofurlauna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. 2.10.2008 20:27
Hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi „Allir sem eitthvað huga að núverandi aðstæðum kvíða morgundeginum,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking væru að stefna þjóðarskútunni í skipsbrot. 2.10.2008 21:14
Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann „Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?“ 2.10.2008 20:39
Stíga fram áður en þeir fremja brot gegn börnum Karlmenn með kynferðislanganir til barna eru smám saman að koma fram í dagsljósið og leita aðstoðar sálfræðinga til að vinna bug á kenndum sínum eða að koma á veg fyrir að þeir fremji kynferðisafbrot. Mjög mikilvægt er að veita þessa aðstoð, segir Anna K. Newton sálfræðingur Fangelsismálastofnunar. 2.10.2008 19:30
Eggert spyr hvort illskan sé í ættinni Eggert Haukdal á Bergþórshvoli stendur enn einu sinni í harðvítugum nágrannaerjum, að þessu sinni við frænku sína og eiginmann hennar. Þingmaðurinn fyrrverandi spyr hlæjandi hvort það sé í ættinni að vera illmenni. 2.10.2008 19:03
Hefur tapað yfir sjö milljörðum á viku Róbert Wessman keypti hlutabréf í Glitni fyrir 5,7 milljarða síðastliðinn föstudag. Það kom honum í opna skjöldu þegar bankinn var þjóðnýttur á mánudag. Róbert segir aldrei gaman að tapa peningum en mikilvægast sé að horfa fram á veginn og finna lausnir á vandanum. 2.10.2008 19:00
Þorskverð í hæstu hæðum Þorskverð á fiskmörkuðum hérlendis síðustu daga hefur aldrei verið hærra og hefur óslægður þorskur verið að seljast á yfir 350 krónur kílóið. Stórhækkaður lána- og olíukostnaður skyggir hins vegar á gleði útgerðarmanna. 2.10.2008 18:53
,,Krónan er í raun veru ónýtur pappír" Ekkert lát virðist vera á falli krónunnar sem veiktist um 2,8 prósent í dag. Sérfræðingar segja að lítið geti komið í veg fyrir áframhaldandi fall. Krónan er ónýtur pappír segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. 2.10.2008 18:45
Lagaprófessor segir þjóðnýtingu Glitnis ólöglega Lagaprófessor við Háskóla Íslands segir að Seðlabankinn hafi ekki haft lagalega heimild til að ákveða kaup á 75% hlut í Glitni. Stjórnarmaður í Glitni segir ekki hafi komið skýrt fram í fyrstu hvort Seðlabankinn eða ríkisstjórnin hafi verið viðsemjandi Glitnis. 2.10.2008 18:38
Mátu ekki þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis Hagfræðingar Seðlabankans mátu ekki þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis. Síðan tíðindi bárust um á mánudagsmorgun, hefur gengi krónunnar lækkað um 15 prósent og lánshæfismat ríkisins og íslensku viðskiptabankanna verið lækkað. 2.10.2008 18:34
Vildi Davíð bráðabirgðalög á Landsbankann og Kaupþing? Heimildir Vísis herma að Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði til á ríkisstjórnarfundi síðasta þriðjudag að Landsbankinn og Kaupþing yrðu einnig þjóðnýttir og að mynduð yrði þjóðstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir seðlabankastjóra kominn langt út fyrir sitt valdsvið. 2.10.2008 18:31
Losun við Kársnes stöðvuð Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi síðdegis í dag að fresta losun umframefna á landfyllingu við Kársnes uns niðurstaða liggur fyrir um skipulag svæðisins. 2.10.2008 18:02
Misvísandi upplýsingar um þjóðnýtingu sem þarf að skýra Stjórn Samtaka fjárfesta telur að ríkisstjórn og ráðamönnum Seðlabanka og Glitnis beri skylda til að upplýsa almenning um aðdraganda þess að ríkissjóður tók yfir þrjá fjórðu hlutafjár Glitnis. 2.10.2008 17:39
Ráðherrar ræða um ríkisstjórnarsamstarfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, verða gestir í Íslandi í dag strax að loknum fréttum í kvöld. 2.10.2008 17:30
Sekt Árdegis vegna samkeppnisbrota staðfest Hæstiréttur hefur staðfest 65 milljóna króna stjórnvaldssekt á hendur Árdegi fyrir brot á samkeppnislögum. 2.10.2008 16:57
Hæstiréttur skilorðsbindur 22 mánaða dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot, fíkniefnalagabrot, hilmingu og umferðarlagabrot. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt manninn þann 30. nóvember síðastliðinn í 22 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. 2.10.2008 16:50
Sekt Flugþjónustunnar lækkuð um 20 milljónir Hæstiréttur hefur lækkað stjórnvaldssekt samkeppnisyfirvalda á hendur Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli um 20 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni við afgreiðslu farþegavéla. 2.10.2008 16:43
Hæstiréttur: Eiríkur greiði Þóru í Atlanta hálfa milljón Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Þóru Guðmundsdóttur gegn Eiríki Jónssyni blaðamanni, Mikael Torfasyni fyrrverandi ritstjóra Séð & hert og Þorsteini Svani Jónssyni sem seldi Þóru einbýlishúsið. Þeir tveir síðarnefndu voru sýknaðir en Eiríkur þarf að greiða Þóru 500.000 krónur í skaðabætur. 2.10.2008 16:35
Tekjur af sölu byggingarréttar aðeins sjö prósent af áætlun Aðalsjóður Reykjavíkurborgar skilaði 3,6 milljarða króna afgangi á fyrri helmingi ársins samkvæmt árshlutareikningi sem lagður var fram í borgarráði í dag. Það er 3,3 milljörðum króna meiri afgangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. 2.10.2008 16:06
Fjölskylduhjálp ekki rekin út úr húsnæði og innheimtu skuldar frestað Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þá tillögu borgarstjóra að Fjölskylduhjálp Íslands fái áfram afnot að húsnæði við Eskihlíð á meðan mál Fjölskylduhjálparinnar eru til skoðunar. 2.10.2008 15:42