Erlent

Aulanóbelsverðlaunin veitt í gær

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Meðal þeirra sem hlutu verðlaunin í fyrra var maður sem sýndi fram á að sverðgleypar gætu orðið fyrir ýmsum aukaverkunum iðju sinnar væru þeir truflaðir við hana.
Meðal þeirra sem hlutu verðlaunin í fyrra var maður sem sýndi fram á að sverðgleypar gætu orðið fyrir ýmsum aukaverkunum iðju sinnar væru þeir truflaðir við hana.

Ig-Nobel-verðlaunin voru veitt í gærkvöld í 18. skipti.Um er að ræða eins konar grínverðlaun á vettvangi óvenjulegra fræðigreina.

Efnisflokkarnir eru þeir sömu og þegar Nóbelsverðlaunin eru afhent og eru þau að jafnaði veitt einni viku áður en tilkynnt er um nóbelsverðlaunahafa ársins.

Einn þeirra sem hlutu Ig-Nobel-verðlaunin í ár var bandarískur prófessor sem fékk efnafræðiverðlaunin fyrir að sýna fram á að kók drepur sæðisfrumur. Verðlaunaafhendingin fór fram við Harvard-háskóla og það voru nóbelsverðlaunahafar sem afhentu verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×