Erlent

Líkamsleifar finnast við flugvél Fossetts

Björgunarmenn fundu beinflís við flak flugvélar ævintýramannsins Steve Fossets í gær. Lögregluyfirvöld í Madera sýslu, þar sem vélin fannst, sögðu flísina litla, en voru vongóð um að hún nægði til að bera kennsl á Fossett með genarannsóknum.

Steve Fossett var vellauðugur ævintýramaður sem setti mörg heimsmet í flugi. Meðal annars flaug hann fyrstur manna á loftbelg umhverfis jörðina, árið 2002.

Þriðja september í fyrra, þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum í Kaliforníu, fór Fossett í skemmtiferð á lítilli eins hreyfils flugvél. Hann kom aldrei til baka.

Gríðarlega umfangsmikil leit var gerð að Fossett. Hún bar ekki árangur, og í febrúar síðastliðnum var hann lýstur látinn.

Maður á göngu í fjalllendi í Austur Kaliforníu gekk í vikunni fram á muni í eigu Fossets, veski og skírteini, í vikunni. Í kjölfarið hófst leit af honum aftur, og fannst vélin svo í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×