Erlent

Danir telja Da Vinci-lykilinn fræðandi um kirkjusögu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danir lesa skáldsöguna Da Vinci-lykilinn eftir Dan Brown upp til hópa með því hugarfari að hún sé gagnrýni á kaþólsku kirkjuna og saga um uppruna kristindómsins.

Þetta er niðurstaða könnunar sem prófessor við Kaupmannahafnarháskóla framkvæmdi og Kristilega dagblaðið danska fjallar um. Prófessorinn segir Dani almennt ekkert sérstaklega fróða um sögu kristninnar og telur að þeir taki skáldsögu Browns opnum örmum sem eins konar kristinfræðiriti sem veiti þeim innsýn í upphaf kristni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×