Innlent

Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

„Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?"

„Hvernig má það vera nú að fjármálakerfi landsins skuli riða til falls, að eignir almennings og kaupmáttur skuli brenna upp," sagði Steingrímur. Hann gagnrýndi þá markaðshyggju sem hefði ríkt að undanförnu og að ekki hefði verið hlustað á hugmyndir Vinstri grænna við lausn efnahagsmála.

„Ég eyði ekki orðum á ræðu forsætisráðherra Í henni var nú því miður ekkert," segir Steingrímur og gagnrýndi jafnframt Samfylkinguna fyrir að níða niður krónuna. „Ríkisstjórn íslands verður á næstu sólarhringum að svara því hvort hún treysti sér í að leiða endurreisn í okkar þjóðarbúskap," sagði Steingrímur. Hann tók fram að Vinstri grænir væru tilbúnir til þess að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum við lausn efnahagsmála.

Steingrímur sagði að Íslendingar mættu ekki afneita ástandinu. Hins vegar mættu Íslendingar ekki missa móðinn. Þá sagði Steingrímur að forsætisráðherra yrði að kalla saman nokkra málsmetandi karla og hagsýnar húsmæður í Höfða á morgun. Þeir fengu ekki að fara heim fyrr en búið væri að finna lausn á vandanum.










Tengdar fréttir

Staðan kallar á endurskoðun reglna fjármálakerfisins

Þær þrengingar sem Íslendingar horfast í augu við nú kalla á endurskoðun reglna fjármálakerfisins og ofurlauna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.

Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt.

Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×