Erlent

Írar samþykkja ríkisábyrgð á bankana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Írlandi.
Frá Írlandi.

Írska þingið hefur samþykkt lög um ríkisábyrgð á öllum skuldbindingum þarlendra banka næstu tvö árin. Þingið ræddi málið í um 30 klukkustundir og segir forsætisráðherrann Brian Cowen að aðgerðin væri nauðsynleg þótt hún hefði sætt nokkurri gagnrýni.

Ríkisstjórninni væri nauðugur einn kostur að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Breskir bankar óttast mjög að við þetta flytji Bretar sparifé sitt yfir í útibú írsku bankanna í Bretlandi en Irish Times greinir frá því að fyrirtæki nokkurt hafi flutt sem svarar 77 milljörðum króna inn á reikning í írskum banka eftir að tilkynnt var um ábyrgðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×