Erlent

Líka leiðindaveður í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/APHS

Danskir veðurfræðingar benda þjóðinni á að draga fram skjólgóðan fatnað og gúmmístígvél fyrir helgina, þar er gert ráð fyrir stormi, rigningu og almennu leiðindaveðri svo það er ekki bara hérna á Fróninu sem veðurguðirnir byrsta sig í haustinu.

Ekki gera Danir þó ráð fyrir snjó og kulda, hiti í Danmörku verður víðast hvar á bilinu 12 til 14 gráður um helgina svo ekki þurfa menn að hefja daginn á að skafa af bílrúðum eins og hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×