Fleiri fréttir Segir ESB-aðild treysta fullveldi Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru treystir fullveldi Íslands, að sögn Jóns Sigurðssonar fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 11.8.2008 10:39 Ljósmæður greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Atkvæðagreiðsla hófst í morgun um verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands sem gripið verður til náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning við ríkið. 11.8.2008 10:02 Alvarlega slasaðir eftir bílslys Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu. 11.8.2008 09:43 Átta hermenn farast í sprengingu í Tyrklandi Átta tyrkneskir hermenn léstust þegar jarðsprengja sprakk í héraðinu Erzincan í austurhluta Tyrklands í morgun. 11.8.2008 09:21 Rafmagnslaust í Fossvogi Rafmagnslaust er í hluta Fossvogs þessa stundina. Tíu mínútur fyrir níu í morgun bilaði háspennulínu í hverfinu sem orsakar rafmagnsleysið. Verið er að vinna að biluninni. Að svo stöddu er ekki vitað hvenær rafmagn kemst aftur á í hverfinu. 11.8.2008 09:10 Þúsund tonn á þessu kvótaári Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa, sem er svonefndur hraðfiskibátgur í stærri kantinum, hefur borið rúmlega þúsund tonn að landi á þessu kvótaári, sem er að ljúka. 11.8.2008 08:46 Feitum Dönum úthýst úr litlum kirkjum Íturvaxnir Danir mega eiga vona á því að þeim verði úthýst úr sveitakirkjum þar í landinu áður en þeir leggjast til hinstu hvílu. Prestar í Danmörku hafa lýst áhyggjum sínum af því að nýlegar líkkistur sem eru sérhannaðar fyrir holdmikil lík séu svo breiðar að þær komist ekki í gegnum dyrnar á kirkjum sem hafi verið byggðar á miðöldum. 11.8.2008 08:41 Mugabe frestaði fundi án niðurstöðu Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, segir að fjórtán klukkustunda langur fundur hans með stjórnarandstöðunni í gær hafi endað án niðurstöðu. 11.8.2008 08:38 Bandaríkjamenn fordæma aðgerðir Rússa Bandarísk stjórnvöld gagnrýna harðlega árásir Rússa á Georgíumenn, vegna deilna þeirra um Suður - Ossetíu. Bandaríkjastjórn virðist vera tilbúin til að blanda sér í deilu Rússa og Georgíumanna. 11.8.2008 08:22 Forsætisráðherra Dana vill mikla skatta á eldsneyti „Hátt eldsneytisverð á að hvetja fólk til þess að þróa nýja orkugjafa og gera það minna háð olíu," segir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í viðtali sem birtist í The New York Times í gær. 11.8.2008 08:17 Hvetur Pakistani til þátttöku í heilögu stríði Ayman al-Zawahiri, næstráðandi í Al-Qaeda samtökunum, sendi frá sér ný myndskilaboð í gær. 11.8.2008 08:14 Morales Boliviuforseti áfram í embætti Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti í nótt yfir sigri í kosningum um áframhaldandi setu hans í embætti, eftir að óstaðfestar tölur bárust um að hann hefði unnið yfirburðarsigur í kosningunum. 11.8.2008 08:03 Skaftárhlaup í rénun Skaftárhlaupið, sem hófst í gær virðist vera í rénun og telst þá til lítilla hlaupa í ánni. Meðal rennsli í henni er um 150 rúmmetrar á sekúndu, en fór upp í 364 rúmmetra í gærkvöldi. 11.8.2008 07:02 Steyptist ofan í Jökulsá á Dal Franskur ferðamaður á fimmtugsaldri var útskrifaður af heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum í gærkvöldi eftir að hafa sloppið ótrúlega vel úr hremmingum, sem hann lenti í fyrr um kvöldið. 11.8.2008 06:56 Amnesty skorar á stríðsaðila í Georgíu Alþjóðlegu mannúðarsamtökin Amnesty International hafa sent frá sér áskorun til stríðandi fylkinga í Georgíu þess efnis að báðir aðilar geri allt sem í þeirra valdi sé til þess að hlífa almennum borgurum við stríðsrekstrinum. Samtökin krefjast þess að Georgíumenn og Rússar virði alþjóðasamninga þess efnis að borgurum sé hlíft en á því hefur verið mikill misbrestur undanfarna daga. 10.8.2008 20:47 Litlar breytingar á Skaftárhlaupi Litlar breytingar hafa orðið á hlaupinu í Skaftá frá því sem var í dag, að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, lögreglumanns á Kirkjubæjarklaustri. Hann segir að áin bæti þó við sig hægt og bítandi en líklegast verði þetta ekki mjög stórt hlaup þar sem aðeins rann úr öðrum sigkatlinum undir jökli. 10.8.2008 21:04 Þúsundir þurftu að yfirgefa heimili sín í Toronto Þúsundir íbúa á stóru svæði í Toronto í Kanada neyddust til að yfirgefa heimili sín í dag eftir að eldur kom upp í gasfyrirtæki í borginni. Nokkrir slösuðust en enginn alvarlega þegar eldtungur þeyttust yfir íbúðabyggð í nágrenni gasverksmiðjunnar. 10.8.2008 19:46 Rússneski flotinn sökti Georgísku skipi Rússnesk herskip söktu í dag skipi frá Georgíu sem var að flytja eldflaugaskotpalla til hafnar í Georgíu. Rússneskar fréttastofur segja að herskip Georgíumanna hafi gert árásir á skip úr rússneska flotanum. 10.8.2008 19:18 Metanstrætóar gætu sparað tugmilljónir Forsvarsmenn Strætó Bs skoða nú hvort hægt verði að fjölga strætisvögnum sem knúnir eru með metani í stað díselolíu. Með metanvögnum gætu tugir milljóna króna sparast í eldsneytiskostnað á ári. 10.8.2008 18:48 Fulltrúar stríðandi fylkinga föðmuðust í Peking Þær stöllur Natalia Paderina og Nino Salukvadze létu stríðið á milli Rússlands og Georgíu ekki spilla gleðinni á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Paderina er frá Rússlandi og Salukvadze frá Georgíu og þær náðu báðar á verðlaunapall í skotfimi á leikunum í dag. 10.8.2008 18:45 Ku Klux Klan kætast yfir velgengni Obama Hvítir kynþáttahatarar í Bandaríkjunum binda miklar vonir við hugsanlegan sigur Baracks Obama í forsetakosningunum vestra í haust. Ekki vegna þess að þeir séu á hans bandi, heldur vegna þess að sigur hans gæti aflað þeim fjölda nýrra liðsmanna. 10.8.2008 18:44 Davíð og Golíat berjast í Ossetíu Í stríði Georgíumanna við Rússa hefur Davíð svo sannarlega verið að berjast við Golíat. Hernaðaryfirburðir Rússa eru slíkir að þeir gátu hæglega leyft sér að hafna öllum hugmyndum um vopnahlé þar til Georgíumenn höfðu dregið herlið sitt til baka og grátbeðið um friðarviðræður. 10.8.2008 18:37 Fólk yfirgefur sumarbústaði í Skaftárdal Skaftá líkist nú Ólgusjó og óx í ánni um meter á aðeins tveimur tímum í morgun að sögn lögreglunnar á Kirkjubæjarklaustri. Hlaup í Skaftá tekur yfirleitt um hálfan sólarhring að ná hámarki. Rennsli árinnar við Sveinstind mældist um 300 rúmmetrar á sekúndu í morgun, þar sem meðalrennsli er í kringum fimmtíu rúmmetrar. 10.8.2008 16:47 Ökumaður fjórhjólsins 16 ára og próflaus Lögreglan hafði í dag upp á ökumanni fjórhjólsins sem mældist á yfir hundrað kílómetra hraða á Strandgötu í Hafnarfirðinum. Ökumaðurinn reyndi að stinga lögreglu af og í hamaganginum féll farþegi sem var á hjólinu af baki og slasaðist, en þó ekki alvarlega. Ökumaðurinn er 16 ára gamall og ekki með leyfi til þess að aka slíku tæki. Farþeginn var einnig 16 ára. 10.8.2008 16:32 Rauður loginn brann á toppi Hallgrímskirkju Eins og greint var frá í fréttum í gær hafði fána Tíbets verið komið fyrir á Hallgrímskirkjuturni í gærmorgun þegar starfsmenn komu til vinnu sinnar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var einnig kveikt á kyndli á toppi turnsins klukkan 23:45 þann áttunda ágúst, eða á föstudagskvöld. 10.8.2008 15:36 Georgíumenn leggja niður vopn og bjóða viðræður Georgíumenn hafa tilkynnt Rússum að þeir hafi hætt bardögum í Suður-Ossetíu og að þeir séu reiðubúnir til þess að hefja tafarlaust friðarviðræður við stjórnvöld í Moskvu. Í bréfi sem afhent var sendiherra Rússa í landinu segir að Mikheil Saakashvili hafi gefið fyrirskipun til hersins þess efnis að leggja þegar í stað niður vopn. 10.8.2008 15:13 Ekki útlit fyrir stórt hlaup Hlaupið í Skaftá vex hægt og ekki er talið útlit fyrir að það verði stórt að þessu sinni. Fólki er þó ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum árinnar vegna brennisteinsmengunar. 10.8.2008 14:58 Farþegi datt af fjórhjóli í ofsaakstri Lögreglan var stödd í Hafnarfirði við hraðamælingar fyrir stundu þegar hún mældi fjórhjól á yfir hundrað kílómetra hraða á Strandgötu þar sem er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Á meðan lögreglubíllinn var að snúa við til að hefja eftirför hvarf hjólið inn á göngustíg sem liggur frá Strandgötu. 10.8.2008 14:21 Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10.8.2008 14:00 Efnahagslægðin heldur fólki heima hjá sér í sumarfríinu Ekkert aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, mun komast hjá efnahagslægðinni sem nú gengur yfir heiminn. Útlitið næstu sex mánuði er dapurlegt, að því er segir í nýjustu skýrslu stofnunarinnar og það sama gildir um sjö helstu hagkerfi heims. Hagvöxtur í Kína og Brazilíu fer hinsvegar enn vaxandi. 10.8.2008 12:30 Reykingalitningurinn fundinn Flestir reykingamenn byrja með fikti - og þeim sem finnst fiktið skemmtilegt eða gott ráða því ekki alltaf sjálfir hvort þeir halda áfram. Eins og oft áður ræðst það af litningamynstri viðkomandi einstaklings, að því er bandarískir vísindamenn hafa upplýst. 10.8.2008 12:26 Hlaup hafið í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá, að því er fram kemur í upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar. Rennsli árinnar við Sveinstind var um 280 m3/sek í morgun. 10.8.2008 11:29 Rússar með tögl og hagldir í Suður-Ossetíu Rússneskar hersveitir hafa náð tökum á Skinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu, og her Her Georgíu hefur hörfað frá borginni, að því að hermt er í Tblisi, höfuðborg Georgíu. Georgíumenn segja þetta ekki ósigur heldur nauðsynlega aðgerð til að vernda óbreytta borgara. Rússar hafa safnað skipaflota að ströndum Georgíu og stöðva þannig hugsanlega vopnaflutninga til landsins. 10.8.2008 10:08 Sextíu hafa farið í flóðum í Víetnam Rúmlega sextíu manns hafa farist í flóðum og skriðuföllum í Víetnam. Hitabeltisstormar eru algengir í hafinu út af Vietnam á þessum árstíma. Tugum annarra er saknað og fjöldi þorpa í Lao Cai héraði er saknað en það hefur orðið verst úti í hamförunum. Lao Cai er nyrst í Vietnam og liggur að landamærunum við Kína. 10.8.2008 10:02 Mannbjörg þegar trilla sökk Lítil trilla sökk á Skagafirði um miðnætti í nótt. Einn maður var um borð og hann komst í björgunarbát. Þegar aðstandendur mannsins höfðu ekkert frá honum heyrt um klukkan þrjú í nótt var farið að óttast um hann, en hann ætlaði að koma í höfn á Sauðárkróki klukkan eitt. 10.8.2008 09:58 Sumarbústaður í Haukadal í ljósum logum Eldur kom upp í sumarbústað um klukkan sjö í morgun við Geysi í Haukadal. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn blossaði upp en þegar lögregla kom á staðinn var hann alelda. Slökkvilið berst enn við eldinn og er bústaðurinn sennilega gjörónýtur að sögn lögreglu. Óvíst er um eldsupptök að svo stöddu. 10.8.2008 09:56 Búist við lausn í Zimbabve Útlit er fyrir að til tíðinda draga í dag í viðræðum um framtíðarstjórn Zimbabwe - og um framtíð Roberts Mugabes forseta. Gert er ráð fyrir að þeir Mugabe og Morgan Tsvangerai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, muni setjast niður augliti til auglitis ásamt forseta Suður-Afríku og reyna að leggja lokahönd á samkomulag sem er í burðarliðnum í viðræðunum. 10.8.2008 09:54 Hross í Kúagerði Skömmu eftir miðnætti var lögreglu á Suðurnesjum tilkynnt um hross á hlaupum á Reykjanesbraut skammt frá Kúagerði. Lögregla fór á vettvang og fann hrossin á hlaupum í austurátt. Reynt var að hafa uppi á eiganda hrossana en það hefur enn ekki borið árangur. Hrossin hlupu svo út fyrir veg skammt vestan við álverið í Straumsvík. 10.8.2008 09:45 Árásin í Barónsstíg upplýst Ungur maður skarst illa á hendi á gatnamótum Barónsstígs og Hverfisgötu um hálf fimm í gærdag á sama tíma og tugir þúsunda tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga. Árásin hafði þó ekkert með hátíðarhöldin að gera heldur mun hafa slegist í brýnu á milli tveggja hópa ungmenna. 10.8.2008 09:42 Skorinn á háls í Lækjargötu Lögregla leitar nú tveggja manna sem réðust að manni og skáru hann á háls með brotinni flösku um fjögurleytið í morgun. Vitni voru að árásinni sem átti sér stað í Lækjargötu og er rannsókn lögreglu í fullum gangi. Fórnarlambið hefur verið útskrifað af spítala en að sögn vaktstjóra hjá lögreglu missti hann mikið blóð enda sárið stórt á hálsi fyrir neðan eyra. „Þetta leit illa út á tímabili," segir vaktstjórinn. 10.8.2008 09:27 Fjórði maðurinn handtekinn í hnífstungumálinu Lögreglan handtók í kvöld fjórða mannin í tengslum við hnífstunguna á Barónsstíg í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn eftir ábendingu vitna sem sáu atburðinn í dag. Fyrr í dag voru þrír ungir menn handteknir, grunaðir um verknaðinn og eru yfirheyrslur yfir þeim í gangi. Vaktstjóri hjá lögreglu segist búast við því að málið verði klárað í kvöld. 9.8.2008 21:46 Er Maddý í Belgíu? Lögregla rannsakar nú sögur þess efnis að Madeleine McCann hafi sést í Belgíu. Að því er fréttastofa SKY greinir frá á stúlkan, sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í fyrra, að hafa sést í banka í Brussel í fylgd konu sem virtist vera frá Norður Afríku. 9.8.2008 19:42 Líklegt að sættir náist í Zimbabve á morgun Líklegt þykir að það dragi til tíðinda í Zimbabve á morgun en búist er við að sættir náist á milli Róberts Mugabe forseta landsins og Morgan Tsvangirai sem bauð sig fram gegn honum á dögunum. Reuters greinir frá því að samningaviðræður þeirra í millum hafi gengið vel og að von sé á yfirlýsingu þess efnis að þeir hyggist stjórna landinu í sameingu. Búist er við því að náist samningar muni Mugabe áfram verða forseti landsins en að Tsvangirai verði útnefndur forsætisráðherra. 9.8.2008 21:57 Flugeldar á Jökulsárlóni í kvöld Hin árlega flugeldasýning að Jökulsárlóni er í kvöld og hefst sýningin á miðnætti. Á heimasíðu Hornafjarðar er haft eftir Einari Birni Einarssyni staðarhaldara að sýningin verði með svipuðum hætti og undanfarin ár. „Flugeldum er skotið upp af jökum vítt og bereitt um lónið og við það skartar það sínu fegursta,“ segir á síðunni. 9.8.2008 20:56 Frakkar hvetja Rússa til að fallast á vopnahlé Frakkar, sem fara með forsæti í Evrópusambandinu þessa stundina, hvetja Rússa til þess að samþykkja vopnahlé sem Georgíumenn hafa boðið í Suður-Ossetíu. Í yfirlýsingu frá forsætisnefnd sambandsins segir að vopnahléstilboði Georgíumanna beri að fagna og að Rússar eigi að taka því þegar í stað. 9.8.2008 20:38 Sjá næstu 50 fréttir
Segir ESB-aðild treysta fullveldi Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru treystir fullveldi Íslands, að sögn Jóns Sigurðssonar fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 11.8.2008 10:39
Ljósmæður greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Atkvæðagreiðsla hófst í morgun um verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands sem gripið verður til náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning við ríkið. 11.8.2008 10:02
Alvarlega slasaðir eftir bílslys Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu. 11.8.2008 09:43
Átta hermenn farast í sprengingu í Tyrklandi Átta tyrkneskir hermenn léstust þegar jarðsprengja sprakk í héraðinu Erzincan í austurhluta Tyrklands í morgun. 11.8.2008 09:21
Rafmagnslaust í Fossvogi Rafmagnslaust er í hluta Fossvogs þessa stundina. Tíu mínútur fyrir níu í morgun bilaði háspennulínu í hverfinu sem orsakar rafmagnsleysið. Verið er að vinna að biluninni. Að svo stöddu er ekki vitað hvenær rafmagn kemst aftur á í hverfinu. 11.8.2008 09:10
Þúsund tonn á þessu kvótaári Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa, sem er svonefndur hraðfiskibátgur í stærri kantinum, hefur borið rúmlega þúsund tonn að landi á þessu kvótaári, sem er að ljúka. 11.8.2008 08:46
Feitum Dönum úthýst úr litlum kirkjum Íturvaxnir Danir mega eiga vona á því að þeim verði úthýst úr sveitakirkjum þar í landinu áður en þeir leggjast til hinstu hvílu. Prestar í Danmörku hafa lýst áhyggjum sínum af því að nýlegar líkkistur sem eru sérhannaðar fyrir holdmikil lík séu svo breiðar að þær komist ekki í gegnum dyrnar á kirkjum sem hafi verið byggðar á miðöldum. 11.8.2008 08:41
Mugabe frestaði fundi án niðurstöðu Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, segir að fjórtán klukkustunda langur fundur hans með stjórnarandstöðunni í gær hafi endað án niðurstöðu. 11.8.2008 08:38
Bandaríkjamenn fordæma aðgerðir Rússa Bandarísk stjórnvöld gagnrýna harðlega árásir Rússa á Georgíumenn, vegna deilna þeirra um Suður - Ossetíu. Bandaríkjastjórn virðist vera tilbúin til að blanda sér í deilu Rússa og Georgíumanna. 11.8.2008 08:22
Forsætisráðherra Dana vill mikla skatta á eldsneyti „Hátt eldsneytisverð á að hvetja fólk til þess að þróa nýja orkugjafa og gera það minna háð olíu," segir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í viðtali sem birtist í The New York Times í gær. 11.8.2008 08:17
Hvetur Pakistani til þátttöku í heilögu stríði Ayman al-Zawahiri, næstráðandi í Al-Qaeda samtökunum, sendi frá sér ný myndskilaboð í gær. 11.8.2008 08:14
Morales Boliviuforseti áfram í embætti Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti í nótt yfir sigri í kosningum um áframhaldandi setu hans í embætti, eftir að óstaðfestar tölur bárust um að hann hefði unnið yfirburðarsigur í kosningunum. 11.8.2008 08:03
Skaftárhlaup í rénun Skaftárhlaupið, sem hófst í gær virðist vera í rénun og telst þá til lítilla hlaupa í ánni. Meðal rennsli í henni er um 150 rúmmetrar á sekúndu, en fór upp í 364 rúmmetra í gærkvöldi. 11.8.2008 07:02
Steyptist ofan í Jökulsá á Dal Franskur ferðamaður á fimmtugsaldri var útskrifaður af heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum í gærkvöldi eftir að hafa sloppið ótrúlega vel úr hremmingum, sem hann lenti í fyrr um kvöldið. 11.8.2008 06:56
Amnesty skorar á stríðsaðila í Georgíu Alþjóðlegu mannúðarsamtökin Amnesty International hafa sent frá sér áskorun til stríðandi fylkinga í Georgíu þess efnis að báðir aðilar geri allt sem í þeirra valdi sé til þess að hlífa almennum borgurum við stríðsrekstrinum. Samtökin krefjast þess að Georgíumenn og Rússar virði alþjóðasamninga þess efnis að borgurum sé hlíft en á því hefur verið mikill misbrestur undanfarna daga. 10.8.2008 20:47
Litlar breytingar á Skaftárhlaupi Litlar breytingar hafa orðið á hlaupinu í Skaftá frá því sem var í dag, að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, lögreglumanns á Kirkjubæjarklaustri. Hann segir að áin bæti þó við sig hægt og bítandi en líklegast verði þetta ekki mjög stórt hlaup þar sem aðeins rann úr öðrum sigkatlinum undir jökli. 10.8.2008 21:04
Þúsundir þurftu að yfirgefa heimili sín í Toronto Þúsundir íbúa á stóru svæði í Toronto í Kanada neyddust til að yfirgefa heimili sín í dag eftir að eldur kom upp í gasfyrirtæki í borginni. Nokkrir slösuðust en enginn alvarlega þegar eldtungur þeyttust yfir íbúðabyggð í nágrenni gasverksmiðjunnar. 10.8.2008 19:46
Rússneski flotinn sökti Georgísku skipi Rússnesk herskip söktu í dag skipi frá Georgíu sem var að flytja eldflaugaskotpalla til hafnar í Georgíu. Rússneskar fréttastofur segja að herskip Georgíumanna hafi gert árásir á skip úr rússneska flotanum. 10.8.2008 19:18
Metanstrætóar gætu sparað tugmilljónir Forsvarsmenn Strætó Bs skoða nú hvort hægt verði að fjölga strætisvögnum sem knúnir eru með metani í stað díselolíu. Með metanvögnum gætu tugir milljóna króna sparast í eldsneytiskostnað á ári. 10.8.2008 18:48
Fulltrúar stríðandi fylkinga föðmuðust í Peking Þær stöllur Natalia Paderina og Nino Salukvadze létu stríðið á milli Rússlands og Georgíu ekki spilla gleðinni á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Paderina er frá Rússlandi og Salukvadze frá Georgíu og þær náðu báðar á verðlaunapall í skotfimi á leikunum í dag. 10.8.2008 18:45
Ku Klux Klan kætast yfir velgengni Obama Hvítir kynþáttahatarar í Bandaríkjunum binda miklar vonir við hugsanlegan sigur Baracks Obama í forsetakosningunum vestra í haust. Ekki vegna þess að þeir séu á hans bandi, heldur vegna þess að sigur hans gæti aflað þeim fjölda nýrra liðsmanna. 10.8.2008 18:44
Davíð og Golíat berjast í Ossetíu Í stríði Georgíumanna við Rússa hefur Davíð svo sannarlega verið að berjast við Golíat. Hernaðaryfirburðir Rússa eru slíkir að þeir gátu hæglega leyft sér að hafna öllum hugmyndum um vopnahlé þar til Georgíumenn höfðu dregið herlið sitt til baka og grátbeðið um friðarviðræður. 10.8.2008 18:37
Fólk yfirgefur sumarbústaði í Skaftárdal Skaftá líkist nú Ólgusjó og óx í ánni um meter á aðeins tveimur tímum í morgun að sögn lögreglunnar á Kirkjubæjarklaustri. Hlaup í Skaftá tekur yfirleitt um hálfan sólarhring að ná hámarki. Rennsli árinnar við Sveinstind mældist um 300 rúmmetrar á sekúndu í morgun, þar sem meðalrennsli er í kringum fimmtíu rúmmetrar. 10.8.2008 16:47
Ökumaður fjórhjólsins 16 ára og próflaus Lögreglan hafði í dag upp á ökumanni fjórhjólsins sem mældist á yfir hundrað kílómetra hraða á Strandgötu í Hafnarfirðinum. Ökumaðurinn reyndi að stinga lögreglu af og í hamaganginum féll farþegi sem var á hjólinu af baki og slasaðist, en þó ekki alvarlega. Ökumaðurinn er 16 ára gamall og ekki með leyfi til þess að aka slíku tæki. Farþeginn var einnig 16 ára. 10.8.2008 16:32
Rauður loginn brann á toppi Hallgrímskirkju Eins og greint var frá í fréttum í gær hafði fána Tíbets verið komið fyrir á Hallgrímskirkjuturni í gærmorgun þegar starfsmenn komu til vinnu sinnar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var einnig kveikt á kyndli á toppi turnsins klukkan 23:45 þann áttunda ágúst, eða á föstudagskvöld. 10.8.2008 15:36
Georgíumenn leggja niður vopn og bjóða viðræður Georgíumenn hafa tilkynnt Rússum að þeir hafi hætt bardögum í Suður-Ossetíu og að þeir séu reiðubúnir til þess að hefja tafarlaust friðarviðræður við stjórnvöld í Moskvu. Í bréfi sem afhent var sendiherra Rússa í landinu segir að Mikheil Saakashvili hafi gefið fyrirskipun til hersins þess efnis að leggja þegar í stað niður vopn. 10.8.2008 15:13
Ekki útlit fyrir stórt hlaup Hlaupið í Skaftá vex hægt og ekki er talið útlit fyrir að það verði stórt að þessu sinni. Fólki er þó ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum árinnar vegna brennisteinsmengunar. 10.8.2008 14:58
Farþegi datt af fjórhjóli í ofsaakstri Lögreglan var stödd í Hafnarfirði við hraðamælingar fyrir stundu þegar hún mældi fjórhjól á yfir hundrað kílómetra hraða á Strandgötu þar sem er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Á meðan lögreglubíllinn var að snúa við til að hefja eftirför hvarf hjólið inn á göngustíg sem liggur frá Strandgötu. 10.8.2008 14:21
Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10.8.2008 14:00
Efnahagslægðin heldur fólki heima hjá sér í sumarfríinu Ekkert aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, mun komast hjá efnahagslægðinni sem nú gengur yfir heiminn. Útlitið næstu sex mánuði er dapurlegt, að því er segir í nýjustu skýrslu stofnunarinnar og það sama gildir um sjö helstu hagkerfi heims. Hagvöxtur í Kína og Brazilíu fer hinsvegar enn vaxandi. 10.8.2008 12:30
Reykingalitningurinn fundinn Flestir reykingamenn byrja með fikti - og þeim sem finnst fiktið skemmtilegt eða gott ráða því ekki alltaf sjálfir hvort þeir halda áfram. Eins og oft áður ræðst það af litningamynstri viðkomandi einstaklings, að því er bandarískir vísindamenn hafa upplýst. 10.8.2008 12:26
Hlaup hafið í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá, að því er fram kemur í upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar. Rennsli árinnar við Sveinstind var um 280 m3/sek í morgun. 10.8.2008 11:29
Rússar með tögl og hagldir í Suður-Ossetíu Rússneskar hersveitir hafa náð tökum á Skinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu, og her Her Georgíu hefur hörfað frá borginni, að því að hermt er í Tblisi, höfuðborg Georgíu. Georgíumenn segja þetta ekki ósigur heldur nauðsynlega aðgerð til að vernda óbreytta borgara. Rússar hafa safnað skipaflota að ströndum Georgíu og stöðva þannig hugsanlega vopnaflutninga til landsins. 10.8.2008 10:08
Sextíu hafa farið í flóðum í Víetnam Rúmlega sextíu manns hafa farist í flóðum og skriðuföllum í Víetnam. Hitabeltisstormar eru algengir í hafinu út af Vietnam á þessum árstíma. Tugum annarra er saknað og fjöldi þorpa í Lao Cai héraði er saknað en það hefur orðið verst úti í hamförunum. Lao Cai er nyrst í Vietnam og liggur að landamærunum við Kína. 10.8.2008 10:02
Mannbjörg þegar trilla sökk Lítil trilla sökk á Skagafirði um miðnætti í nótt. Einn maður var um borð og hann komst í björgunarbát. Þegar aðstandendur mannsins höfðu ekkert frá honum heyrt um klukkan þrjú í nótt var farið að óttast um hann, en hann ætlaði að koma í höfn á Sauðárkróki klukkan eitt. 10.8.2008 09:58
Sumarbústaður í Haukadal í ljósum logum Eldur kom upp í sumarbústað um klukkan sjö í morgun við Geysi í Haukadal. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn blossaði upp en þegar lögregla kom á staðinn var hann alelda. Slökkvilið berst enn við eldinn og er bústaðurinn sennilega gjörónýtur að sögn lögreglu. Óvíst er um eldsupptök að svo stöddu. 10.8.2008 09:56
Búist við lausn í Zimbabve Útlit er fyrir að til tíðinda draga í dag í viðræðum um framtíðarstjórn Zimbabwe - og um framtíð Roberts Mugabes forseta. Gert er ráð fyrir að þeir Mugabe og Morgan Tsvangerai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, muni setjast niður augliti til auglitis ásamt forseta Suður-Afríku og reyna að leggja lokahönd á samkomulag sem er í burðarliðnum í viðræðunum. 10.8.2008 09:54
Hross í Kúagerði Skömmu eftir miðnætti var lögreglu á Suðurnesjum tilkynnt um hross á hlaupum á Reykjanesbraut skammt frá Kúagerði. Lögregla fór á vettvang og fann hrossin á hlaupum í austurátt. Reynt var að hafa uppi á eiganda hrossana en það hefur enn ekki borið árangur. Hrossin hlupu svo út fyrir veg skammt vestan við álverið í Straumsvík. 10.8.2008 09:45
Árásin í Barónsstíg upplýst Ungur maður skarst illa á hendi á gatnamótum Barónsstígs og Hverfisgötu um hálf fimm í gærdag á sama tíma og tugir þúsunda tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga. Árásin hafði þó ekkert með hátíðarhöldin að gera heldur mun hafa slegist í brýnu á milli tveggja hópa ungmenna. 10.8.2008 09:42
Skorinn á háls í Lækjargötu Lögregla leitar nú tveggja manna sem réðust að manni og skáru hann á háls með brotinni flösku um fjögurleytið í morgun. Vitni voru að árásinni sem átti sér stað í Lækjargötu og er rannsókn lögreglu í fullum gangi. Fórnarlambið hefur verið útskrifað af spítala en að sögn vaktstjóra hjá lögreglu missti hann mikið blóð enda sárið stórt á hálsi fyrir neðan eyra. „Þetta leit illa út á tímabili," segir vaktstjórinn. 10.8.2008 09:27
Fjórði maðurinn handtekinn í hnífstungumálinu Lögreglan handtók í kvöld fjórða mannin í tengslum við hnífstunguna á Barónsstíg í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn eftir ábendingu vitna sem sáu atburðinn í dag. Fyrr í dag voru þrír ungir menn handteknir, grunaðir um verknaðinn og eru yfirheyrslur yfir þeim í gangi. Vaktstjóri hjá lögreglu segist búast við því að málið verði klárað í kvöld. 9.8.2008 21:46
Er Maddý í Belgíu? Lögregla rannsakar nú sögur þess efnis að Madeleine McCann hafi sést í Belgíu. Að því er fréttastofa SKY greinir frá á stúlkan, sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í fyrra, að hafa sést í banka í Brussel í fylgd konu sem virtist vera frá Norður Afríku. 9.8.2008 19:42
Líklegt að sættir náist í Zimbabve á morgun Líklegt þykir að það dragi til tíðinda í Zimbabve á morgun en búist er við að sættir náist á milli Róberts Mugabe forseta landsins og Morgan Tsvangirai sem bauð sig fram gegn honum á dögunum. Reuters greinir frá því að samningaviðræður þeirra í millum hafi gengið vel og að von sé á yfirlýsingu þess efnis að þeir hyggist stjórna landinu í sameingu. Búist er við því að náist samningar muni Mugabe áfram verða forseti landsins en að Tsvangirai verði útnefndur forsætisráðherra. 9.8.2008 21:57
Flugeldar á Jökulsárlóni í kvöld Hin árlega flugeldasýning að Jökulsárlóni er í kvöld og hefst sýningin á miðnætti. Á heimasíðu Hornafjarðar er haft eftir Einari Birni Einarssyni staðarhaldara að sýningin verði með svipuðum hætti og undanfarin ár. „Flugeldum er skotið upp af jökum vítt og bereitt um lónið og við það skartar það sínu fegursta,“ segir á síðunni. 9.8.2008 20:56
Frakkar hvetja Rússa til að fallast á vopnahlé Frakkar, sem fara með forsæti í Evrópusambandinu þessa stundina, hvetja Rússa til þess að samþykkja vopnahlé sem Georgíumenn hafa boðið í Suður-Ossetíu. Í yfirlýsingu frá forsætisnefnd sambandsins segir að vopnahléstilboði Georgíumanna beri að fagna og að Rússar eigi að taka því þegar í stað. 9.8.2008 20:38