Erlent

Georgíumenn leggja niður vopn og bjóða viðræður

Georgíumenn hafa tilkynnt Rússum að þeir hafi hætt bardögum í Suður-Ossetíu og að þeir séu reiðubúnir til þess að hefja tafarlaust friðarviðræður við stjórnvöld í Moskvu. Í bréfi sem afhent var sendiherra Rússa í landinu segir að Mikheil Saakashvili hafi gefið fyrirskipun til hersins þess efnis að leggja þegar í stað niður vopn.

Á sama tíma bárust þær fregnir að Bandaríkjamenn ætli að leggja ályktun fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna seinna í dag þar sem hernaður Rússa í Georgíu er fordæmdur og sagður óásættanlegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×