Erlent

Rússar með tögl og hagldir í Suður-Ossetíu

Þessi aldna Lada má sín lítils gagnvart Rússneska skriðdrekanum.
Þessi aldna Lada má sín lítils gagnvart Rússneska skriðdrekanum. MYND/AP

Rússneskar hersveitir hafa náð tökum á Skinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu, og her Her Georgíu hefur hörfað frá borginni, að því að hermt er í Tblisi, höfuðborg Georgíu. Georgíumenn segja þetta ekki ósigur heldur nauðsynlega aðgerð til að vernda óbreytta borgara. Rússar hafa safnað skipaflota að ströndum Georgíu og stöðva þannig hugsanlega vopnaflutninga til landsins.

Tölum um mannfall ber ekki saman en þó er ljóst að mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í loftárásum Rússa og bardögum þeirra við Georgíumenn. Borgir og bæir víðsvegar um Georgíu eru rjúkandi rústir.

Þá hafa sjónvarpsmyndir verið teknar af uppreisnarmönnum í Abkhazíu, öðru uppreisnarhéraði sem er formlega hluti af Georgíu, búa sig undir átök við Georgíuher. Uppreisnarmennirnir njóta stuðnings rússneska hersins. Abkhasíumenn hafa hafið sprengjuárásir á georgískar hersveitir til að hrekja þær af eina svæðinu sem enn er undir stjórn Georgíumanna.

Bæði Suður-Ossetía og Abkhazía hafa stjórnað eigin málum síðan héruðin sögðu sig úr lögum við Georgíu uppúr um 1992 - en ekki hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Ráðamenn í þessum héruðum hafa ræktað tengslin við Moskvu og njóta þess nú þegar rússneski björninn leggur þeim til hernaðarmátt sinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×