Erlent

Búist við lausn í Zimbabve

Robert Mugabe.
Robert Mugabe.

Útlit er fyrir að til tíðinda draga í dag í viðræðum um framtíðarstjórn Zimbabwe - og um framtíð Roberts Mugabes forseta. Gert er ráð fyrir að þeir Mugabe og Morgan Tsvangerai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, muni setjast niður augliti til auglitis ásamt forseta Suður-Afríku og reyna að leggja lokahönd á samkomulag sem er í burðarliðnum í viðræðunum.

Samkomulagsdrögin gera ráð fyrir að Tsvangerai verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn í Zimbabwe en Mugabe verði valdalaus forseti. Í augnablikinu hefur Mugabe nánast einræðisvald í landinu. Gefi hann ekki eftir verulegan hluta þessara valda, er allt eins líklegt að Tsvangerai gangi á dyr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×