Erlent

Sextíu hafa farið í flóðum í Víetnam

Rúmlega sextíu manns hafa farist í flóðum og skriðuföllum í Vietnam. Hitabeltisstormar eru algengir í hafinu út af Vietnam á þessum árstíma. Tugum annarra er saknað og fjöldi þorpa í Lao Cai héraði er saknað en það hefur orðið verst úti í hamförunum. Lao Cai er nyrst í Vietnam og liggur að landamærunum við Kína.

Hjálparstarf gengur illa enn sem komið er vegna veðurhamsins. Fyrr í vikunni gerði þessi sami stormur usla í suðurhluta Kína. Tugþúsundir manna komast hvorki lönd né strönd á þessu svæði því vegir hafa skolast burtu í flóðum og skriðuföllum. Reiknað er með að fleiri skriður kunni að falla og þar með að tala látinna geti hækkað verulega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×