Erlent

Rússneski flotinn sökti Georgísku skipi

Rússneskir sjóliðar í höfn.
Rússneskir sjóliðar í höfn. MYND/Getty

Rússnesk herskip söktu í dag skipi frá Georgíu sem var að flytja eldflaugaskotpalla til hafnar í Georgíu. Rússneskar fréttastofur segja að herskip Georgíumanna hafi gert árásir á skip úr rússneska flotanum.

Rússar svöruðu í sömu mynt með fyrrgreindum afleiðingum. Þrátt fyrir yfirlýsingar Georgíumanna um að þeir hafi lagt niður vopn virðast átök því enn í fullum gangi í landinu. Rússar sögðu í dag að ekkert annað kæmi til greina en að Georgíumenn dragi sig að fullu út úr Suður-Ossetíu og að þeir heiti því að hætta afskiptum sínum í héraðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×