Erlent

Hvetur Pakistani til þátttöku í heilögu stríði

Ayman al-Zawahiri. Mynd/ AFP.
Ayman al-Zawahiri. Mynd/ AFP.

Ayman al-Zawahiri, næstráðandi í Al-Qaeda samtökunum, sendi frá sér ný myndskilaboð í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hann talar á ensku í slíkum skilaboðum og að þessu sinni beindi hann máli sínu að almenningi í Pakistan. Hann bað Pakistani um að styðja heilagt stríð og fordæmdi pakistönsku ríkisstjórnina og áhrif bandarískra stjórnvalda á Pakistan. Zawahiri er grunaður um aðild að hryðjuverkaárás á bandarísk sendiráð í Tansaníu og Kenía árið 1998. Bandaríska alríkislögreglan heitir tveimur milljörðum íslenskra króna þeim sem veitir upplýsingum sem leiða til handtöku hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×