Erlent

Reykingalitningurinn fundinn

Flestir reykingamenn byrja með fikti - og þeim sem finnst fiktið skemmtilegt eða gott ráða því ekki alltaf sjálfir hvort þeir halda áfram. Eins og oft áður ræðst það af litningamynstri viðkomandi einstaklings, að því er bandarískir vísindamenn hafa upplýst.

Það hefur lengi verið vitað að fíkn er í genunum og nú hafa vísindamenn við ríkisháskólann í Michigan fundið litningsafbrigði sem veldur því að sumum þykir gott að reykja allt frá fyrsta smók - og ánetjast nikótíni.

Þá verður hægara sagt en gert að hætta aftur, eins og milljónir reykingamanna um allan heim geta borið vitni um. Þessi rannsóknarniðurstaða Bandaríkjamannanna getur hugsanlega nýst í leitinni að lyfjum sem gagnast reykingamönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×