Innlent

Skorinn á háls í Lækjargötu

Lögregla leitar nú tveggja manna sem réðust að manni og skáru hann á háls með brotinni flösku um fjögurleytið í morgun. Vitni voru að árásinni sem átti sér stað í Lækjargötu og er rannsókn lögreglu í fullum gangi. Fórnarlambið hefur verið útskrifað af spítala en að sögn vaktstjóra hjá lögreglu missti hann mikið blóð enda sárið stórt á hálsi fyrir neðan eyra. „Þetta leit illa út á tímabili," segir vaktstjórinn.

Að öðru leyti voru tveir menn teknir við ölvunarakstur í borginni í nótt og töluverður erill hjá lögreglu í miðbænum enda mikið af fólki á stjái. Árásin í Lækjargötu var þó eina alvarlega málið sem kom upp í nótt.

Tekið skal fram að skemmtistaðurinn Strawberries tengdist árásinni ekki að nokkru leyti eins og myndbyrting fyrr í dag hefði getað gefið til kynna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×