Erlent

Fulltrúar stríðandi fylkinga föðmuðust í Peking

MYND/AP

Þær stöllur Natalia Paderina og Nino Salukvadze létu stríðið á milli Rússlands og Georgíu ekki spilla gleðinni á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Paderina er frá Rússlandi og Salukvadze frá Georgíu og þær náðu báðar á verðlaunapall í skotfimi á leikunum í dag.

Sú rússneska hlaut silfurverðlaun og sú Georgíska brons. Við verðlaunaafhendinguna föðmuðust þær og kysstu hvor aðra í bak og fyrir og sögðu að ef heimurinn gæti dregið lærdóm af vinarþeli þeirra væru stríð úr sögunni.

Vangaveltur hafa verið uppi um að Ólympíulið Georgíu myndi draga sig úr keppni á leikunum en nú hefur verið tekin ákvörðun um að fara hvergi. Bronsverðlaun Salukvadze voru fyrstu verðlaun Georgíu á leikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×