Erlent

Frakkar hvetja Rússa til að fallast á vopnahlé

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. MYND/AP

Frakkar, sem fara með forsæti í Evrópusambandinu þessa stundina, hvetja Rússa til þess að samþykkja vopnahlé sem Georgíumenn hafa boðið í Suður-Ossetíu. Í yfirlýsingu frá forsætisnefnd sambandsins segir að vopnahléstilboði Georgíumanna beri að fagna og að Rússar eigi að taka því þegar í stað.

Í yfirlýsingunni segir einnig að Evrópusambandið sé tilbúið til að leggja fram aðstoð til þeirra almennu borgara sem hafa orðið fyrir barðinu á stríðandi fylkingum á síðustu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×