Innlent

Flugeldar á Jökulsárlóni í kvöld

Frá Jökulsárlóni.
Frá Jökulsárlóni.

Hin árlega flugeldasýning að Jökulsárlóni er í kvöld og hefst sýningin á miðnætti. Á heimasíðu Hornafjarðar er haft eftir Einari Birni Einarssyni staðarhaldara að sýningin verði með svipuðum hætti og undanfarin ár. „Flugeldum er skotið upp af jökum vítt og bereitt um lónið og við það skartar það sínu fegursta," segir á síðunni.

Þar kemur einnig fram að aðgangseyrir að sýningunni sé þúsund krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir krakka. Allur ágóði af sýningunni rennur óskiptur til Björgunarfélags Hornafjarðar.

Því er beint til þeirra sem ætla sér að mæta að koma tímanlega á svæðið því umferð geti orðið þung. Eins er því beint til ökumanna að slökkva bílljósin þegar búið er að leggja bílnum á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×