Innlent

Árásin í Barónsstíg upplýst

MYND/Þorgeir

Ungur maður skarst illa á hendi á gatnamótum Barónsstígs og Hverfisgötu um hálf fimm í gærdag á sama tíma og tugir þúsunda tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga. Árásin hafði þó ekkert með hátíðarhöldin að gera heldur mun hafa slegist í brýnu á milli tveggja hópa ungmenna.

Fjórir voru handteknir vegna málsins, sá síðasti seint í gærkvöldi og telst málið upplýst að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×