Erlent

Morales Boliviuforseti áfram í embætti

Evo Morales Bolivíuforseti.
Evo Morales Bolivíuforseti.

Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti í nótt yfir sigri í kosningum um áframhaldandi setu hans í embætti, eftir að óstaðfestar tölur bárust um að hann hefði unnið yfirburðarsigur í kosningunum.

Morales heitir því að halda áfram áætlunum sínum um að þjóðnýta aðalatvinnuvegi í landinu. Fjórir af sex heraðsstjórum, sem hafa mótmælt forsetanum harðlega að undanförnu, unnu einnig sigra í kosningunum. Stjórnmálaskýrendar segja því að niðurstöður kosninganna verði til þess að Bolivía verði mjög sundruð á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×