Erlent

Líklegt að sættir náist í Zimbabve á morgun

Robert Mugabe.
Robert Mugabe.
Líklegt þykir að það dragi til tíðinda í Zimbabve á morgun en búist er við að sættir náist á milli Róberts Mugabe forseta landsins og Morgan Tsvangirai sem bauð sig fram gegn honum á dögunum. Reuters greinir frá því að samningaviðræður þeirra í millum hafi gengið vel og að von sé á yfirlýsingu þess efnis að þeir hyggist stjórna landinu í sameingu. Búist er við því að náist samningar muni Mugabe áfram verða forseti landsins en að Tsvangirai verði útnefndur forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×