Innlent

Segir ESB-aðild treysta fullveldi

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi Seðlabankastjóri.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi Seðlabankastjóri.

Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru treystir fullveldi Íslands, að sögn Jóns Sigurðssonar fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins.

Jón segir í grein í Morgunblaðinu í dag að í aðalsáttmála Evrópusambandsins sé fortakalaust ákvæði um einhliða uppsagnarrétt aðildarríkis. Úr sagnarferlið tekur tvö ár ef ekki verður samkomulag. ,,Þetta ákvæði eyðir fullsemdum um fullveldismál í tengslum við Evrópusambandið."

Samstarf fullvalda ríkja getur skilað ávinningi til allra, að mati Jóns. Hann segir að mörgföld reynsla sé fyrir því að samþætting efli fullveldi ríkja ekki síst smáríkja sem öðrum kosti hefðu setið í horni. ,,Að nokkru leyti eru EES-ríkin slíkar hornrekur nú, með annars flokks aðild að ESB."

Jón segir að varnarsamningur Íslendinga og Bandaríkjanna og Mannréttindadómstóll Evrópuráðsins séu dæmi um framsal fullveldisþátta sem hafa skilað þjóðinni árangri.

,,Þá losna Íslendingar með fullri aðild að ESB úr þeirri úlfakreppu sem orðin er í gjaldmiðils- og peningamálum. Sameiginlegur gjaldmiðill verður ekki leiksoppur spákaupmanna," segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×