Fleiri fréttir

Rekstur Mosfellsbæjar jákvæður um 543 milljónir

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2007 var kynntur á 491. fundi bæjarstjórnar í dag og honum vísað til seinni umræðu sem er fyrirhuguð 4. júní. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ. Enn fremur segir þar:

Árekstur á mótum Bolholts og Laugavegar

Allharður árekstur varð fyrir stundu á gatnamótum Bolholts og Laugavegar. Ekki hafa fengist upplýsingar um tildrög slyssins en samkvæmt lögreglu urðu einhvern slys á fólki auk þess sem olía lak úr öðrum bílnum.

Vongóður um að handritasafn komist á lista UNESCO

Forstöðumaður Árnastofnunar er vongóður um að handritasafn Árna Magnúsonar verði sett á lista UNESCO yfir minni heimsins. Gengið var frá formlegri umsókn fyrr í vetur en endanleg ákvörðun ætti liggja fyrir seint á næsta ári.

Sex metra skekkja þrengir að íbúa í Lundi

Guðrún Hrönn Einarsdóttir, sem keypti íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýlishúsi við Lund í Kópavogi í janúar, er afar ósátt við framkvæmd Vegagerðarinnar sem nýlega lagði hringtorg skammt frá húsinu hennar.

Búist við eldsneystishækkunum á næstunni

Verðhækkanir á olíu virðast orðnar stjórnlausar og um tíma í gærkvöldi fór heimsmarkaðsverð á tunnunni yfir 135 dollara, en lækkaði svo örlítið aftur. Fastlega er búist við að verð á bensíni og olíu hækki hér á landi í dag eða alveg á næstunni.

Tók þátt í umræðum á CNN

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í gær þátt í umræðuþætti á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN og tímaritanna Time og Fortune. Þátturinn var tekinn upp í Doha í Katar og í honum var rætt um þróun orkumála, hagvöxt í heiminum á komandi áratugum og baráttuna gegn loftslagsbreytingum.

Menntaskólinn við Hamrahlíð friðaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið friða sjö hús sem öll eru reist á 20. öld að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar. Friðunin nær til ytra borðs húsanna.

Jarðskjálftar undir Þórisjökli

Jarðskjálftahrina hófst aðfaranótt mánudags í norðanverðum Þórisjökli. Alls hafa um fjörtíu skjálftar mælst þar síðustu daga. Sá stærsti varð klukkan rúmlega níu í morgun og mældist 3,5 á richter. Hann fannst í Reykjavík. Skjálftar mælast af og til á þessum slóðum, en stærsta hrinan var árið 1999 þá mældust þar 330 skjálftar.

Sextán ára fangelsi fyrir manndráp við Hringbraut

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórarinn Gíslason í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Borgþóri Gústafssyni bana í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október í fyrra. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem Þórarinn hefur sætt frá 7. október.

Brotist inn í verslun á Skagaströnd

Brotist var inn í verslunina Samkaup á Skagaströnd í nótt og töluvert tjón unnið á búðinni. Svo mikið raunar að ekki var hægt að opna verslunina í morgun.

Ekki var grasið grænna

Vélvirki nokkur í bænum Carterton í Nýja-Sjálandi var handtekinn áður en hann náði að depla auga eftir að hafa í verulegu bjartsýniskasti boðið afgreiðslumanni á bensínstöð greiðslu í maríjúana fyrir tvo poka af M&M og einn af kartöfluflögum.

Treystu fánaröndinni

Samband garðyrkjubænda fagnar þeirri umræðu sem verið hefur um þá þörf að merkja grænmeti með upprunamerkingum.

Bílvelta á Ártúnshöfða

Ökumaður bifreiðar missti stjórn á henni á Ártúnshöfðanum fyrir stundu með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort ökumaðurinn hafi slasast í veltunni.

Menn á hálum ís í grænmetismálinu

„Við hljótum að gagnrýna það þegar menn skera niður influtt grænmeti og pakka því sem innlendu. Það er okkar sjónarmið að þarna séu menn á afar hálum ís og séu að villa um fyrir neytendum,“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður neytendasamtakanna.

Stjórnarflokkar deila áfram um löggæslumál

Það hefur alls ekki staðið til að leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra og þess sér hvorki merki í stefnu stjórnarflokkanna né ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf þingsins í dag. Þingmenn stjórnarflokkanna deildu um málið á þingi í dag.

Rafmagn komið á í Sala- og Kórahverfum

Rafmagn er komið á í Sala- og Kórahverfum í Kópavogi. Rétt fyrir 10 í morgun varð rekstrartruflun í háspennu sem gerði það að verkum að rafmagnslaust varð á svæðinu.

Ban Ki-moon í Búrma

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna er staddur í Búrma til þess að kynna sér aðstæður í landinu sem varð illa úti í fellibylnum Nargis fyrir þremur vikum. Ki-moon mun ferðast um Irrawaddy árósasvæðið þar sem fellybylurinn olli mestum skemmdum.

Rafmagnslaust í Sala- og Kórahverfi

Rafmagnslaust er í Sala- og Kórahverfum í Kópavogi eftir að rekstrartruflun varð á háspennu rétt fyrir kl. 10 í morgun. Unnið er að viðgerð og vonast til að rafmagn komist á fljótlega eftir því sem segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur.

Sjálfstæðismenn útskýri viðsnúning sinn

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, vill að sjálfstæðismenn í borgarstjórn útskýri viðsnúning sinn í málefnum Reykjavik Energy Invest og segir ekki hægt að bjóða viðsemjendum fyrirtækisins og almenningi upp á algjöra hentistefnu í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur.

Ruslavandi Napólí líkt og hamfarir

Tekið verður á ruslvandamáli Napólíborgar á Ítalíu líkt og um náttúruhamfarir sé að ræða. Frá þessu greindi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í dag eftir ríkisstjórnarfund í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir