Innlent

Búist við eldsneystishækkunum á næstunni

Verðhækkanir á olíu virðast orðnar stjórnlausar og um tíma í gærkvöldi fór heimsmarkaðsverð á tunnunni yfir 135 dollara, en lækkaði svo örlítið aftur. Fastlega er búist við að verð á bensíni og olíu hækki hér á landi í dag eða alveg á næstunni.

Það eru áhyggjur af framboði, aukin eftirspurn og veikur dollari sem valda þessum hækkunum. Sem dæmi um áhyggjur af framboði má nefna að farið er að gera framkvirka olíukaupasamninga allt fram til árisns 2015.

Því valda meðal annars spár um að olíuskorts fari að gæta strax á næsta áratug og útilokað verði að mæta eftirspurn til fulls. Eftirspurnin mun halda áfram að vaxaörum skrefum í Kína og á Indlandi, og reyndar víða í Asíu, samhliða hægt vaxandi eftirspurn á Vesturlöndum.

Þá er gengi dollara óvenju lágt gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum um þessar mundir en olíuviðskiptin fara fram í dollurum og sérfræðingar spá að hann hækki lítið eða ekki alveg á næstunni. Nú þegar er reiknað með að spádómar um að olíuverð fari í 150 dollara tunnan í sumar verði að veruleika, nokkuð sem engin hefði trúað fyrir aðeins nokkrum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×