Erlent

Japönsk yfirvöld rannsaka stuld á hvalkjöti

Japönsk yfirvöld rannsaka nú hvort áhöfn á hvalveiðiskipi hafi stolið tonni af hvalkjöti eftir síðustu veiðiferð skipsins.

Sagt er að áhafnarmeðlimir hvalveiðiskipsins Nisshin Maru hafi sent kjötið heim til sín með póstinum.

Það er hefð fyrir því í Japan að þegar hvalveiðiskip koma úr veiðiferð fái áhöfninin lítinn pakka með hvalkjöti sem minningu um ferðina. Hér er þó aðeins um nokkur kíló að ræða í hvert sinn en ekki tonn eins og talið er að hafi verið stolið af skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×